Mig langaði að kynna ykkur fyrir einum af þeim diskum sem breyttu lífi mínu. Diskurinn er með bresku hljómsveitinni The Stone roses og heitir diskurinn því skemmtilega nafni “The Complete Stone Roses”. En þetta er reyndar síður en svo öll Stone roses lögin, þetta eru lög af frumraun þeirra (platan hét einfaldlega The Stone Roses) auk smáskífa og B-hliða. Platan spannar fyrri hluta ferils sveitarinnar og eru engin lög af seinni plötunni sem kom út árið 1995.

Platan er 74 mínútur og 21 lag. Mér finnst 20 af þessu tuttugu og eina lagi frábær, einungis lagið Full fathom five dregur þetta pínulítið niður. Lagasmíðarnar á plötunni eru magnaðar, bassaleikurinn sérstaklega góður og gítarleikur Squire er æðislegur. Trommurnar eru grúví og þótt Ian Brown sé kannski ekki besti söngvari í heimi þá skilar hann sínu vel. Squire og Brown sömdu öll lög plötunnar, Brown sá aðallega um textasmíðar og Squire um lagasmíðarnar.

Þennan disk hef ég hlustað á oftar en alla aðra diska sem ég á, hef hlustað á hann örugglega yfir 50 sinnum í gegn og svo hlustað á stök lög plötunnar óendanlega oft, ég einfaldlega fæ ekki nóg enda er sveitin tvímælalaust mín uppáhalds.

Hér að neðan ætla ég aðeins að skrifa um nokkur laganna, segja svona örsögur um lögin og einnig hvað mér finnst um þau.

So young
Þetta var fyrsta smáskífan þeirra. Lagið átti upprunalega að heita Miserable dictionary (Ian Brown söngvari segir þessa setningu með skemmtilega miklum breskum hreim í byrjun lagsins). En þetta lag er eitt af uppáhalds lögunum mínum af þessari plötu og bassinn er hreint út sagt æðislegur.

Elephant Stone
Fyrsti singullinn þar sem þekktasta line-upið leiddi saman hesta sína, þ.e. Brown sem söngvari, Squire á gítar, Reni á trommunum og Mani á bassann. Gott lag eins og önnur lög plötunnar.

Full fathom five

Þetta lag er án efa langslakasta lag plötunnar, ef hægt er að kalla þetta lag. En þetta er í rauninni bara lagið Elephant stone(lagið á undan) spilað afturábak. Þeir hefðu alveg mátt sleppa því að setja þetta lag á plötuna. Þetta lag er kannski ekki alslæmt, nokkuð töff en samt alls ekki í sama gæðaflokki og hin lög plötunnar.

Fools gold

Þetta lag kannast kannski sum ykkar við, en þetta er með vinsælli lögum sveitarinnar. Lagið náði þeim árangri að komast í 6. sæti á lista NME yfir 100 bestu “singla” allra tíma. Lagið er reyndar stytt á þessari plötu, en gott engu að síður.

She bangs the drums

Nokkuð vinsælt lag, og einnig fyrsta smáskífan af mörgum þar sem teikning eftir John Squire fékk að prýða plötuumslagið, en hann hefur stundað mikið af því að mála myndir.

Mersey paradise:

Mitt uppáhalds Stone Roses lag. Mikið grúv og hressleiki hér á ferð. Samt fjallar textinn um man sem vill drekkja konunni sinni, ef ég hef skilið hann rétt: “If she were there I’d hold her down
I’ll push her under while she drowns and couldn’t breathe and call for air
She doesn’t care for my despair"

I wanna be adored:

Vinsælasta lagið þeirra, enda skal engan undra. Bassaleikurinn er eins og oft á þessari plötu, alveg frábær og hitt smellpassar eitthvernveginn saman. Þetta er opnunarlag plötunnar The Stone roses. Lagið fjallar á kaldhæðinn hátt um hvernig sumar stjörnur seldu sál sína djöflinum til þess að njóta frægðar, en hljómsveitin var aldrei mikið fyrir að vera “sell out”.

Waterfall:

Eitt hressasta lag plötunnar og var lengi vel mitt uppáhald.

I Am The Resurrection
Kannski kaldhæðnislegt að akkúrat svona held ég að Ian Brown hugsi til gítarleikarans John Squire, en þeir hafa ekki talast við í rúm 10 ár þrátt fyrir að hafa verið bestu vinir í áratugi á undan.
“Cut loose, you're no use
I couldn't stand another second in your company.
Don't waste your words I don't need anything from you
I don't care where you've been or what you plan to do”


Þess má til gamans geta að ég kynntist þessari sveit eftir að hafa lesið grein um þá hér á huga og vona ég að eitthver feti í þau spor og athugi þetta band, það er þess virði!

Ég hugsa að ég skrifi grein um sveitina sjálfa á næstunni, eða aðrar plötur sveitarinnar.

Aðrar plötur með Stone roses eða meðlimum hennar eru:
Ian Brown-Solarized
The Stone Roses-The stone roses


Þetta er minn fyrsti plötudómur svo þið megið alveg segja mér hvað er gott og hvað mætti bæta ;)

Heimildir eru aðallega fengnar frá síðunni http://www.merseyparadise.net/ auk upplýsinga héðan og þaðan.