Eagles Ég er ekki alveg viss um hvort Eagles eigi heima í rokkinu en ég lét það samt hingað. Ég vona að ykkur líki greinin :)

Saga Eagles:

Árið 1971 voru þeir Glenn Frey, Don Henley og Randy Meisner á ferðalagi með hljómsveitinni Linda Ronstadt og þeir vildu stofna nýja hljómsveit sem á endanum fékk nafnið Eagles.
Stofnendur Eagles voru þeir Don Henley, Randy Meisner, Glenn Frey, Bernie Leadon.
Randy er fæddur í Scottsbluff í Nebraska þann 8 mars árið 1946.
Don er fæddur í Linden í Texas þann 22 júlí árið 1947.
Glenn er fæddur í Detroit í Michigan þann 6 nóvember árið 1948.
Bernie er fæddur í Meneapolis í Minnesota þann 19 júlí arið 1947.

Árið 1972 kom fyrsta platan út hún heitir: Eagles.Í framhald af því kom út önnur platan árið 1973, hún heitir: Desperado.

Árið 1974 kom svo út þriðja platan sem heitir: On the border á þessari plötu gengur Don Felder til liðs við Eagles.
Don er fæddur í Topanga í Kalíforníu þann 21 september árið 1947.

Platan sem kom út árið 1976 heitir: Hotel California, á þessari plötu hefur Bernie hætt hjá Eagles og í staðinn kemur Joe Walsh.
Joe er fæddur í Wichita í Kansas.

Árið 1979 kemur út platan: The long run og á þeirri plötu hættir Randy og í staðinn kemur Timothy B schmit.
Timothy er fæddur í Oakland í Kalíforníu þann 30 október árið 1947.

Árið 2001 var Don Felder rekinn úr hljómsveitinni og Eagles halda áfram fjórir: Joe Walsh, Glenn Frey, Don Henley, Timothy B Schmit.

Þetta eru einnig núverandi meðlimir Eagles.
Ég vona að þetta sé góð grein og að hún fái góða “dóma”

LIFI EAGLES :D