Jæja. Ég hérna hef ákveðið að verða svona nokkurnveginn Tónlistar og Hljóðfæra Kennslu DVD/VHS/Ofl. Video gagnrýnandi.

Fyrst segji ég frá sjálfum mér hérna svo þið haldið að ég sé ekki eitthver gaur sem veit ekkert um tónlist eða hljóðfæri.

Ég heiti Sigurður B, ég á heima á akranesi en er í augnablikinu að skrifa frá heimili kærustunnar minnar. Ég spila á gítar í eginlega öllum mínum tómstundum. Ég á Ernie Ball Musicman Steve Morse sig. Gítar og spila með bandi sem heitir Ypsilon. Ég hef spilað á mörgum mismunandi stöðum og er alltaf til í gigg.

Brian May, Master Session.

Já. Þetta DVD horfði ég á heima hjá kærustunni minni í morgun og verð að segja að þetta video gagnaðist mér voðalega lítið sem ekkert. Hann byrjar á að útskýra gítarinn sinn sem hann bjó til sjálfur og Pickup stillingar o.s.f.v. Hann sýnir líka Magnara “Settings” og hvaða effecta hann notar og stillingarnar á þeim. Svo ég bendi á það þá er svona bæklingur með nótum af öllum sólóonum sem hann sýnir inn í diskahulstrinu en voðalega fannst mér það gagnalaust því þetta er allt bara basic nótur. Allir sem vilja selja eitthverjar svona Lagabækur ofl. setja þær upp í TAB formatti því að megnið af gítarleikurum í dag les ekki nótur því að tónlistarskólar í dag eru svo fáir út á landi t.d. að það er allt að 2 ára bið. En snúum okkur að DVD-inu, Eftir að hann hefur farið í búnaðinn sinn og útskýrt það þá dembir hann sér bara allt í einu í að sýna sólóin sem hann hefur samið, það kemur svona mynd af Queen albúminu sem þetta lag er á og svo heyrist soloið af upptöku disksins, eftir að það hefur komið upp þá spilar hann sólóið 1x í réttum hraða og svo 1x hægt. Örugglega það sem mér finnst Brian May óspennandi gítarleikari útaf mér finnst hann svo stífur á því sem hann gerir, hann “loose-ar” þetta ekki eða eins og er sagt á íslensku, hann leikur sér ekki með þetta og hefur gaman að því.

Það sem ég hef verið að reyna að segja er að mér finnst þetta ekkert spes diskur, Brian May fans gætu haft gaman að þessu og Queen aðdáendur einnig en mér finnst þetta bara hreint og beint óspennandi og það sem ég er mest óánægður með er að þessi bæklingur í diskahulstrinu sé ekki í TAB formatti heldur eru þetta bara Nótur sem margir skilja ekki og oftast ekki byrjendur.

Ég hef ákveðið að gefa þessum disk 2og1/2 stjörnu bara útaf hann útskýrir suma hlutina vel.
Sigurður Bachmann