Trúbrot - Lifun Ég er búinn að vera að hlusta á þessa plötu síðan ég fékk hana um jólin og ég er ekki frá því að segja það að þetta sé “Plata aldarinnar” (á Íslandi) eins og stendur á geisladiskahulstrinu.
Ef einhver sem er að lesa þessa grein veit ekki hverjir Trúbrot eru þá má sá hinn sami hætta að lesa núna og fara og kynna sér málið og koma svo til baka til að klára greinina.
Hvar var ég?
Já, Trúbrot er án efa ein af þeim íslensku hljómsveitum sem hefur hafið sig yfir þessa íslensku meðalmennsku hugsun og átt tækifæri á að “meika 'ða” (t.d. Sykurmolarnir, Jet Black Joe, Sigur Rós) og metnaðurinn skein skærast og mest á plötunni Lifun sem hefur verið lofuð af íslenskum gagnrýnendum síðan hún kom út. Og það sem gerir þessa plötu svo sérstæða og flotta (A.T.H. að mínu mati) er trommuspil og afskipti Gunnars Jökuls Hákonarsonar af plötunni, hann var einnig þekktur sem “Jökullinn”, þetta var einn allra metnaðarfyllsti og flottasti trommarinn í heiminum á þeim tíma og ég hugsa að hann væri nokkuð ofarlega skrifaður núna ef hann hefði ekki hætt að spila.

Þó svo að platan sé bara u.þ.b 34 mínútur þá er hún svo heildsteypt og flott að það er frekar hægt að líkja þessu við 34 mínútna tónverk heldur en plötu. Endirinn á einu lagi er byrjunin á næsta og smellur það svo flott við textann sem er lesin í byrjun plöturnar, “Life constantly repeats itself, where does it end? Where does it begin”.

Trúbrot voru að sjálfsögðu súpergrúppa sem var skipuð úr tveimur stærstu rokkhljómsveitum Íslands á sjötta áratugnum og þar af leiðandi voru ótrúlega hæfir menn í hverju horni, sem olli því þó á endanum að hljómsveitarmeðlimir gátu ekki starfað saman, sökum þess að allir vildu fá að vera stórstjarnan í hljómsveitinni.
En mín skoðun er sú að Kalli Sighvats og Jökullinn hafi verið það “element” sem gerði Lifun að svo miklu meistarastykki sem hún er… úps, ég ætlaði að forðast orð eins og “snilld!” og “Meistaraverk!”, en með þessa plötu þá er það bara sannleikurinn, þetta voru hæfustu tónlistarmenn þjóðarinnar á þessum tímum og allir í sömu hljómsveitinni.

Þeir sem hafa hlustað á Trúbrot og eitthvað af þessu gamla íslenska efni, sem ég tel að hafi ekkert gefið þessu erlenda eftir á köflum, endilega commentið um þetta…

- Pixie