Ég veit ekki alveg hvort þessi grein á rétt á sér þræði, en ég tek sénsinn þar sem ég hef miklar áhyggjur af þessu máli…

Það voru eiginlega tveir stórir gallar á fyrri miðasölunni :
-ekki nógu margir miðar ( búið að bæta úr því með aukatónl. ), og
-ekki verið að virða sett miðahámark pr. nef…

Nú er það mjög óþægilegt fyrir landsbyggðarfólk að það skuli bara vera selt í bænum, en flestir ef ekki allir ættu að geta reddað sér í gegnum vini, kunningja eða ættingja…

Að því frátöldu hef ég miklar áhyggjur yfir því að þessi miðasala verði eins: fáir fara út með marga miða….

Ég hef enn ekki heyrt um neitt miðahámark núna á seinni miðasölunni, en mér þætti líklegt að það væri aftur 15 miðar, og miðað við hvað því var mikið fylgt eftir seinast, þá efast ég um að það verði mikið meira hugsað út í það núna..

Auðvitað eiga bara að vera mesta lagi 2-3 miðar á mann ! Þótt að þú þurfir að versla fyrir fleiri… ég átti t.d. að versla fyrir 6 manns seinast, og þótt ég hafi ekki fengið einn einasta miða útaf stórfelldu hamstri, þá sætti ég mig alveg við 2-3 miða til að varna við öðrum eins hamförum…

En það er nú bara fyrsta skrefið að gera sér grein fyrir vandanum, næsta er að átta sig á því hvernig er best að leysa hann…

Hvað getum við gert ? Hringt í Skífuna ? Persónulega er mér illa við það þar sem ég mætti engu nema dónaskap og leiðindum seinast þegar ég reyndi… en það virðist engu að síður vera eini kosturinnn…

Þ.a.a. sá ég einhverja grein hér fyrir stuttu síðan þegar hvað heitasta umræðan var um hver keypti miða og hve mikið var selt á mann, frá starfsmanni midasala.is. Var hann þá að benda á hve mikið var keypt af midasala.is. Nú eru það bara Skífubúðirnar og áðurnefnd midasala.is sem selja miða að þessu sinni, svo best sem ég veit, svo ég beini vinsamlegum tilmælum til þessa ágæta manns að koma því áleiðis að hafa skuli lágt miðahámark þar á bæ ;)

Hver veit nema það hlusti einhver…

Jæja, þá er ég búinn að tala/skrifa nóg í bili, takk fyrir að lesa þetta langt ( þ.e.a.s. ef þið náðuð hingað niður ;)

Og ef þið eruð orðin leið á tuði um þessa tónleika, hunsið þessa grein.
LaXi