Weezer er og hefur verið mín uppáhaldshljómsveit í u.þ.b. 3-4 ár. Þessi nýja plata (Make Believe) sem kom út á dögunum er fimmta breiðskífan sem sveitin sendir frá sér. Síðasta plata, Maladroit, kom út 2001 og því löng bið eftir þessari plötu.

Weezer er fjögurra manna band, Brian Bell á gítar, Pat Wilson á trommur, Scott shriner á Bassa og Rivers Coumo á gítar og syngur.
Rivers er heilinn á bak við hljómsveitina en auk þess að semja öll lögin semur hann alla tekstana og þá erum við ekki að tala um neitt smáræði.
Fyrir þessa plötu voru tekin upp 120 lög en aðeins 12 komust í endanlegu útgáfuna.
Fjórar aðrar plötur hafa verið gefnar út og til er heill hellingur af upptökum sem aldrei komust á plötur.
Þó er ekki einræði í hljómsveitinni og til dæmis um það var kosið um hvaða lög mynda “meika það” í endanlegu útgáfuna fyrir þessa plötu.

Eins og áður sagði eru 12 lög á Make Believe. Fyrsti “singullinn” Beverly hills sem er fyrsta lag lötunnar hefur nú þegar heyrst í útvörpum landsmanna. Mynbandið er að komast í spilun hérna og ekki er langt í fleiri “singulla”.

Hér kemur smá ritdómu um hvert lag fyrir sig og svo plötuna í heild sinni


1. Beverly Hills 3:16

Beverly Hills er lag sem er engu öðru líkt á þessari plötu. Gleði og hamingju fljóta yfir laginu. Lagið er um að vilja vera frægur og komast í Beverly Hills. Lagið er típískt Weezer lag. Viðlag sem grípur þig og sóló sem eru vel útpæld. Lagið er hins vegar með verri lögum plötunnar og alls ekki í samhengi við hin lögin. Ótrúlega einfalt og bara lítil tilfinning í því. Ágætislag samt sem áður
7/10

2. Perfect Situation 4:15

Súrrealísk byrjun og svo kemur píanó spil og vers aður en viðlagið hljómar: “ahh ahhh ahh ahh” sem hefur að geyma fra´bæra melódíu. Lagið fjallar um að hann fái aldrei neinar stelpur. Rivers syngur af svvo mikillu innlifun að maður fer bara að trúa honum enda er hann einfari með eindæmum en stundar þess í stað hugleiðslu af kappi og segir það hjálpa honum að fá smá “Peace”. Massíft lag sem kemur plötunni í gang.
9/10

3. This Is Such A Pity 3:24

Körftugt lag og melódía sem fer beint inn í hausinn. “You think I’m a fascist pig” er lína sem er ógleymanleg og gítarinn massa flottur í þessu lagi. Heldur áfram þar sem Perfect Situation skildi við og nær níunni fyrir góðan endi.
9/10




4. Hold Me 4:22

Tilfinningaríkt lag og frábærlega útsett. Rólegra en lögin á undan og röddin hjá Rivers fær að njóta sín vel hérna. Rivers að kvarta yfir því hversu einmana hann er og kallar á hjálp. Frábærlega vel útsett og Rick Rubin hefur greinilega staðið fyrir sínu.
8/10

5. Peace 3:53

“Ég fór út á hverju kvöldi til að skemmta mér en ég fékk ekkert út úr því og mér fannst enginn tilgangur í lífinu. Ég fór að hugsa hvernig ég gæti fengið tilgang aftur í lífið og ég þurfti smá “Peace””. Rivers í viðtali við útvarpsstöðina Y-100
um hvernig lagið Peace kom til.
Tilfinningin er æðisleg í þessu lagi og manni langar mest til að fara að gráta.
“I don’t have a purpose/ scattered on the surface” er falleg lína og lætur mann hugsa smá.
9/10

6 We Are All On Drugs 3:35

líklega næsta smáskífulag plötunnar. Byrjar mjög flott og þó tekstinn sé ekki mikið uppá tilfinninguna eins og flest önnur lög plötunnar heldur eins konar skot á fíkniefnanotendur þá er hann einkar grípandi og viðlagið er mjög melódískt og grípandi. Mjög gott lag og vel tilfallið sem næsta smáskífa.
9/10

7. The Damage In Your Heart 4:02

ég hafði ekki góða tilfinningu fyrir þessu lagi þegar ég sá nafnið á því en váá sko, eitt besta lag plötunnar og tekstarnir eru hreint listaverk. Gítarinnn frábær eins og öll hljóðfærin og samsetning mögnuð, sólo sem svíkur engann og kröftugt viðlag sem syngur í hausnum á mér. Getur varla verið betra.
10/10

8. Pardon Me 4:16

“I may not be a perfect soul/ but I can learn self control” er lína sem kemur manni í gott skap. Rivers er að biðjast afsökunar á að vera “the meanest person in the world” og gerir það bara flott. Enn og aftur eru massífir gítarar fremstir í flokki og heilt yfir ágætislag með mörgum frábærum tekstalínum og örugglega besti tekstinn á plötunni.
9/10

9. My Best Friend 2:47

Mjög fallegur teksti og einlægur. “I feel happy inside when I see your face” fær mann til að hugsa fallega. Viðlagið mjög grípandi eins og venjulega en hins vegar er þetta stysta lag plötunnar og það vantar svolítið upp á til að það gæti talist frábært
8/10

10. The Other Way 3:16

Með besta lögum plötunnar. Klapp taktur með brjáluðum rythma og viðlagið er einstakt, melódían í fyrirrúmi. Kassagítar undir sem gefur flottann hljóm og ekkert hægt að kvarta í þetta lag. Weezer lag út í gegn. Rivers að sýna frábæra takta.
10/10

11. Freak Me Out 3:26

Frábærlega vel samið lag og brúin er ekkert nema frábær. “Everyone, yes everyone is my friend” og svo beint í munnhörpuna sem spilar ljúfustu tóna. Kynngi magnað. Rólegasta lag disksins og gæti örugglega fengið hörðustu menn til að gráta.
Frábært lag og viðlagið fáránlega gott.
10/10

12. Haunt You Every Day 4:37

Brian bell sýnir fjölhæfni sýna í þessu lagi með því að spila á hljómborð. Þetta er eina lagið þar sem undirstaðan er hljómborð sem weezer hefur samið! Tilfinningalegasta lag plötunnar og jafnvel það besta. Weezer hefur alltaf haft frábær lög sem loka plötum og þetta lag er ekki langt frá því að vera betra en Butterfly sem lokaði Pinkerton. Erfitt væri að bera það saman við besta lag Weezer, Only In Dreams, sem lokaði Blue Album og er eitt besta lag sem samið hefur verið.
Bakraddirnar gefa sérstakan dauflegan hljóm sem passar við tekstann og lagið fær sjarma sem er einstakur. “ Oh, so alone in love/ I’m going to haunt you every day” er dramatísk lína og segir um margt um hvað lagið fjallar. Fullkomið lag og fullkomið til að enda plötuna.
10/10



Platan er í heild mögnuð og fullkomlega þess virði að bíða eftir svona lengi. Hún nær að fanga að einhverju leiti tilfinninguna frá Pinkerton og Blue Album og tekstarnir eru frábærir.
Weezer eru mun hæfileikaríkari sem listamenn núna og betri á hljóðfærin. Bassaleikarinn (Scott Shriner) sannar sig sem góður bassaleikari og á ágætar línur, þó langt frá bassalínunum frá Pinkerton sem Matt Sharp gerði svo frábærlega. Sykurpúðinn Brian Bell hefur einnig bætt sig og Pat stendur alltaf fyrir sínu á trommunum.
Platan er stútfull af melódíum og rokki sem enginn á að láta fram hjá sér fara.
9/10

p.s. Á meðan þið eruð að því er allt eins gott að skella sér á meistaraverkin Weezer (Blue Album) og Pinkerton sem komu út um miðjan tíunda áratuginn.
You walk up to her