Shadows collide with people

John Frusciante

Þessi frábæra plata kom út á því frábæra ári 2004, hún er gefin út í febrúar mánuði, 24 ef mig minnir rétt. Hún er mjög hlý og er ég hlusta á hana þá kemst ég í gott sumarskap, það er kanski vegna þess að ég hlustaði mest á hana sumarið 2004. Hún er byggð upp á mjög skemmtilegann hátt. Hún er með svona einskonar byrjun og endi, en það eru svona rúmlega einnarmínútu langir rólegir óhljóðakaflar. Svo eru líka nokkur elektronísk lög á plötunni en það er ekkert grín að komast inní þau, en ef maður gefur sér tíma til að hlusta þá nær maður þessu á endanum.

Þetta er fjórða sólóplata sem John Frusciante gefur út, hún er gefin úr af Warner Brothers. Records Inc, en hann hefur gefið út eina áður hjá þeim er kallast To record only water for ten days. John hefur verið að flakka soldið milli Label´a en hann hefur áður gefið út hjá American recording, Birdman records og núna hjá Record collection.

Platan samanstendur mest af fallegum kassagítarriffum og rafmagnsgítar, hann leggur mikklar pælingar í bakgrunnshljóð eða uppfillingarhljóð. Það gerir plötuna mjög sérstaka og skemmtilegra að hlusta.

John fékk góða hjálp frá góðu fólki við upptökur og lagasmíðar. En trommari nokkur að nafni Josh Klinghoffer samdi með honum lögin “Omission” og “-00Ghost27”. Hann spilaði einnig á gítar, bassa, synthesizers og hljómborð. Omar Rodriguez slædaði gítarinn sinn í lögunum “Chances” og “23 go in to end”. Chad Smith spilaði á trommur og gerði það með stæl, ég mæli með lögunum “Cut Out” og “Second Walk”. Þar sýnir hann snilldarlega takta á settið. Að lokum var það Flea sem spilaði á uppréttann bassa í laginu “The Slaughter”.

Vincent Gallo sá um ljósmyndun og Rene Ricard málaði myndina á umslaginu. Þeir nutu samt sem áður leiðsagnar John´s í sinni listrænu sköpun.

Þessi diskur er einn sá besti sem ég hef nokkurtíman hlustað á og fær hann fullt hús stiga.

Heimildir:
www.johnfrusciante.com
www.jftab.com
Orð götunnar og vinur minn Messiah