Rage Against The Machine Hér á eftir fylgir smá grein um hljómsveitina Rage Against The Machine og meðlimi hennar, njótið.

Meðlimir RATM

Zack de la Rocha - Söngur
Tom Morello - Gítar
Tim Commerford - Bassi
Brad Wilk - Trommur

Saga RATM

Rage Against The Machine var stofnuð árið 1991 í Los Angeles. Söngvarinn Zack de la Rocha var áður í hljómsveit er kallaði sig “Inside Out” og tók nafnið “Rage Against The Machine” frá öðrum óútgefna disk “InsideOut”. Stuttu eftir að hljómsveitin var stofnuð tóku þeir upp 12 laga spólu sem innihélt m.a. lagið “Bullet in the Head” sem var seinna gefið út á fyrstu breiðskífu RATM. Þeim tókst að selja 5.000 eintök af spólunni gegnum aðdáendaklúbbinn sinn og á ýmsum tónleikum í LA. Rage fengu næst að halda tvo tónleika á sviði tvö á Lollapalooza II, þar sem þeir voru uppgötvaðir af plötufyrirtækinu Epic og fengu plötusamning. Í Október 1992, fóru RATM á tónleikaferðalag um Evrópu sem upphitunarhljómsveit fyrir hljómsveitina Suicidal Tendancies, stuttu eftir þann túr kláruðu þeir fyrstu breiðskífu sína, Rage Against The Machine, eða 10. nóvember 1992. Platan fékk mikla umfjöllun hjá gagnrýnendum og seldi yfir milljón eintök og var á Topp 200 lista Billboard í 89 vikur, hæst í 45. sæti.

Árið 1993 fóru Rage á hljómleikaferðalag um Bandaríkin ásamt hljómsveitinni House Of Pain og spiluðu á uppákomum svo sem “Headlining Anti-Nazi League Benefit” og “Rock for Choice Benefit”. Árið '93 komu RATM fram á Lollapalooza III, í þetta sinn á aðalsviðinu og þess að leika eina nótu. Í staðinn voru þeir með mótmæli gegn P-M-R-C (Parents Music Resource Center), mótmælin voru þannig að hver meðlimur hljómsveitarinnar stóð nakinn á sviðinu í 14 mínútur með límband yfir munninum og stafina “P” “M” “R” “C” skrifaða á bringuna á sér. Tilgangurinn með mótmælunum var að ef við gerum ekki eitthvað í ritskoðun getum við ekki lengur heyrt í hljómsveitum eins og RATM.

Út af þéttu tónleikaplani sem Rage höfðu þurft að fylgja höfðu þeir ekki náð að kynnast hvor öðrum almennilega og upp spratt orðrómur um að þeir væru að hætta. Svo að hljómsveitin flutti til Atlanta og byrjuðu að búa saman, þeir reyndu að taka upp nýja plötu en það gekk bara ekki. Þeir fluttu aftur til L.A. og byrjuðu að taka upp seinni plötu sína, "Evil Empire“. Árið 1996 komu Rage fram í þættinum ”Saturday Night Live“ og áttu að spila tvö lög en það var stytt niður í eitt lag þegar þeir reyndu að hengja upp öfugan Bandarískan fána sem mótmæli gegn því að forsetaframbjóðandinn Steve Forbes var í þættinum þetta kvöld. Daginn eftir var myndbandið við ”Bulls on Parade“ frumsýnt á MTV. Tveim dögum seinna, 16. apríl 1996, var Evil Empire gefin út og rauk hún beint á toppinn á Topp 200 lista Billboard. Júlí ‘96 byrjuðu Rage tónleikaferðalag um BNA sem stóð til október það ár.

Í janúar ’97 tóku Tom og Zack þátt í tveggja tíma útvarpsþætti sem kallaðist ”Radio Free L.A.“ og var hann sendur út yfir internetið og á meira en 50 bandarískum útvarpsstöðvum. Þar spiluðu þeir ”Live“ ásamt Flea úr Red Hot Chili Peppers og Steven Perkins úr Porno for Pyros. Í febrúar ‘97 fékk hljómsveitin Grammy verðlaun fyrir lagið ”Tire Me“. Stuttu eftir þetta eða í apríl tóku Rage þátt í nokkrum tóleikum ásamt U2. RATM gáfu það sem þeir græddu á þessum uppákomum til ýmissa samtaka, svo sem, Mumia Abu-Jamal, FAIR, EZLN og Women Alive. Í ágúst fóru rage að túra með Wu-Tang Clan, en Wu-Tang drógu sig úr túrnum eftir aðeins eina viku. Í staðin fyrir Wu-Tang komu hljómsveitirnar The Foo Fighters og Roots. 25. nóvember gáfu RATM út myndband sem innihélt tónleikamyndir og öll myndböndin sem þeir höfðu gert fram að þeim tíma. Eitt enn var líka með og var það smáskífa sem innihélt kover af Bruce Springsteen laginu ”The Ghost of Tom Joad“.

Snemma árið 1998 tóku Rage upp lagið ”No Shelter“ sem kom út ásamt tónlistinni úr myndinni Godzilla. Í janúar ’99 skipulögðu RATM tónleika til styrktar Mumia Abu-Jamal. Tónleikarnir drógu að sér mikla athygli og var þeim næstum því bannað að halda þá, en að lokum fengu þeir leyfi og komu fram t.d. Black Star, Bad Religion og Beastie Boys. Í Genfar 12. apríl kynnti Zack Sameinuðu þjóðunum mál Mumia Abu-Jamal og dauðarefsinguna í BNA. Rage spilaði næst á ”Tibetan Freedom Concert“ og svo á ”Woodstock '99“. Á Woodstock enduðu þeir tónleika sína á því að brenna bandarískan fána er þeir spiluðu síðasta lag sitt, Killing in the name. Þann 12. október gáfu Rage út ”Guerilla Radio“ fyrstu smáskífuna af nýju breiðskífunni sinni. Stuttu seinna, 25. október, gáfu þeir svo út áströlsku útgáfuna af ”The Battle of Los Angeles". Platan kom í verslanir í BNA á kosningadag, 2. nóvember 1999. Þann sama dag spiluðu þeir nýja lagið sitt, Guerilla Radio, í þætti David Letterman. Næst komu þeir fram í kvöldþætti Conan O'Brien, sem varð til þess að F.O.P. boykottuðu NBC sjónvarpstöðina fyrir að leyfa þeim að spila.

Árið 2000 tilkynntu Rage að þeir ætluðu að gefa út “Live” plötu en í október tilkynnti Zack brottför sína úr RATM. Í desember kom svo út seinasta plata þeirra félaga og var hún kover plata og bar nafnið “Renegades”. Innihélt hún lög eftir EPMD, Bruce Springsteen, Devo, Rolling Stones, The MC5 og fleiri. Þeir sem eftir urðu í Rage ákváðu að halda áfram að spila saman en ekki undir nafni RATM, þeir fengu til sín söngvara Soundgarden og stofnuðu Audioslave. Árið 2002 kom svo Live platan sem tillkynnt var árið 2000 og bar hún nafnið "RATM Live at the Grand Olympic Auditorium".

Heimildir:
http://ratm.net/guilty.html
http://www.mp3.com/rage-against-the-machine/artists/19075/biography.html