Issues - snilld eða sori? Issues sem er fjórði diskur KoRn eins og flestir ykkar vita og því miður hefur hann verið kallaður lélegasti diskur KoRn.
Auðvitað varð ég fyrir vonbrigðum þegar ég hlustaði á hann fyrst
miðað við hvað hinir diskarnir voru góðir en
núna finnst mér hann alveg ágætur greyið, infact er ég að hlusta á hann núna.
Það hljómar hálf illa að kalla hann lélegasta disk KoRn því ekkert efnisem kemur frá korn er lélegt, bara mismikil snilld.

Hann er þó ekki nálægt því að vera eins mikil argasta snilld og KoRn - KoRn sem ég á ekki til nógu flott lýsingarorð til að lýsa,
en gefið honum samt smá séns! Ef þið eruð svona KoRn fan eins og ég
(hafið heyrt ÖLL lögin skrilljón sinnum og pælt í textunum út og inn) þá mun Issues “grow on you”,
sérstaklega ef þið eruð með smá hugmyndarflug og getið ýmindað
ykkur sögurnar bak við lögin og textana.

Hann er allt öðruvísi en hinir diskarnir, en það þýðir ekki að hann sé lélegur! Eins og ég sagði, gefið honum smá séns! :)

Jæja þetta var mitt álit um hann… hvað finnst ykkur annars um hann? Ekki vera að koma með svona comment eins og “hann
suckar” ef þið hafið ekkert hlustað á hann af viti, og ef þið endilega þurfið að lýsa yfir andúð ykkar á honum segjið þá “MÉR finnst hann sucka”, því þið getið ekki sagt að hann sucki
almennt, það er bara ykkar áliti.

takk fyrir lesturinn.