Já fólk, að vísu þá veit ég vel að það er búið að vera að ræða um þetta hér á þessu áhugamáli en ég ætla að fjalla um þetta í stuttu máli hvernig mér finnst þetta, segja frá öllu sem mér finnst um þetta. Reyndar var sagt að meirihluti Rammstein aðdáenda Íslands hafi þurft að bíta í súra eplið í gær er þeir ekki gátu fengið sér miða á þessa blessunalegu tónleika. En eitt er ég ansi óánægður með, það er að í auglýsingunni stóð að ekki sé hægt að pannta miðana fyrirfram, en samt fengu Rautt.is rétt á því(sem þeir áttu ekki að fá) og pöntuðu stórann hluta miðanna. Þá seldu þeir þá til viðskiptavina sinna svo þeir séu tryggðir á tónleikana á undan réttri miðasölu. Þetta þykir mér mikill misréttur fyrir fólkið sem býr á landsbyggðinni og hefur ekki aðgang að þessum Rautt kortum. Þannig að mér fannst það lélegt að láta þetta svona í þeirra hendur.

Svo í sambandi við sorglegu miðasöluna. Þar voru einungis u.þ.b. 5000 miðar seldir(ef ég man rétt) og var þeim flest hent í hendur manna er ætluðu að byrja svartasölu á þeim. Ég hef á IRCinu prófað að spjalla við svartasölumenn á þessum miðum og ég vill taka fram að á palli kostar venjulega 4500 kr. en einn sölumaður sagði við mig að hann væri að selja 20 miða og hvert stykkið á 12000 kr.! Vantar ekki mikið upp á þessa fjárhæð svo hún sé þriðjung meiri en sú raunverulega. Og ég bara spyr, hversvegna voru menn í skífunni að selja sama aðila svona marga miða?

Hefði ég fengið að fá að ráða fram úr þessum miðamálum þá hefði ég haft reglurnar þannig að hver einstaklingur megi einungis kaupa einn miða fyrir sig nema hann hafi sönnun fyrir að hann sé að kaupa fyrir annan, þ.e. sé hann í sendiferð fyrir aðra þá hefur hann með sér lista yfir nöfn, kennitölur, heimilisfang og síma viðkomandi manna og sýni það, afgreiðslumaðurinn gáir í þjóðskránna hvort hlutirnir passi og hringir í þá og spyr til sönnunar. En þá þyrfti stærri miðasölu og fleira starfsfólk, en það bara þyrfti að vera þannig. En hinsvegar er of seint að gera eitthvað í þessu núna, en mér finnst það í lagi að tala um þetta og ræða málin og sjá hvort umsjónin yfir þessu læri ekki af þessum mistökum sínum.

Kærar þakkir fyrir lesturinn,
<i>Þórður Sveinlaugur Þórðarson</i