Tool

Meðlimir þessarar stórgóðu hljómsveitar eru Maynard James Keenan sem er einning söngvarinn í A Perfect Circle,
Adam Jones á gítar, Danney Carey á trommur sem er einnig í hljómsveitinni Pygmy Love Circus og Justin Chancellor
úr hljómsveitinni Peach á bassa. Paul D'Amour er fyrrverandi bassaleikari þeirra en hætti 1995 vegna ágreinings.

Til gamans má nefna að Billy Howerdel sem er annar stofnanda A Perfect Circlen, var aðstoðarmaður þeirra í Tool.

Hljómsveitin varð til þega Adam Jones hitti Maynard sem var með á þeim tíma vinkonu Adams. Adam fékk að heyra smá upptökur
af Maynard og sagði við hann að röddin hans væri ótrúleg og þær ættu að spila saman. Svo skemmtileg vildi til að Danney Carey
var nágranni Maynards. Hann vildi fyrst ekki spila með þeim en þegar trommarinn sem átti að koma og spila með Maynard og Adam
kom ekki vorkenni Danney þeim svo að hann ákvað að spila með þeim. Eftir nokkrar æfingar var Danney svo sáttur við þetta að
þeir ákváðu að stofna hljómsveitina Tool. Í fyrstu hét hún Toolshed en kom aldrei fram undir því nafni.
Í byrjun voru þeir á hljómsveitarferðalagi með Rage Against the Machine.

Þeir hafa gefið út diskana Opiate, Undertow, Ænima, live diskinn Salival og svo Lateralus

Opiate var gefinn út 19. apríl 1992 og var gefinn út í um 500.000 eintökum.
Næsti diskur þeirra Undertow kom út í 6. apríl 1993 og seldist í 2.000.000+ eintökum. Ænima kom út 1. október 1996.
Salival kom 12. desember 2000. Síðasti diskurinn þeirra Lateralus kom út 15. maí 2001.

Maynard hefur verið settur á stall með söngvurum eins og Robert Plant og öðrum stórgóðum söngvurum. Tool eru þekktir fyrir
öðruvísi lög og má nefna þar Stinkfist, Faaip de Oiad og Mantra. Maynard sagði í viðtali við japanskt tímarit að
hann hafði verið að kreista köttinni sinn og fannst honum þá mjög undarlegt hljóð kom úr honum. Tók hann það upp og setti á
diskinn Lateralus. Faaip de Oiad eða Voice of God er upptaka af manni sem hringdi á útvarpsstöð og sagðist vera fyrrverandi
starfsmaður Area 51 og geimverur á eftir honum. Ég læt það nægja að koma með smá textabrot úr laginu Stinkfist.
“Knuckle deep inside the borderline.
This may hurt a little but it's something you'll get used to.
Relax. Slip away.”

Ég mæli með því að allir kaupi sér diskinn Ænema og Lateralus.