Ég held að það sé alveg morgunljós að miklu mun færri fengu miða á Rammstein tónleikana en vildu(4500 miðar eru nú bara skítur á priki!). Eftir því sem ég kemst næst voru allir miðar búnir eftir minna en klukkutíma sölu sem er ekki slæmt! Enda held ég að annarhvor Íslendingur sé að fíla þessa hljómsveit í ræmur, enda vel skiljanlegt þar sem þeir eru snillingar!

En málið er, eins og einhver vakti athygli á, að þá fékk „litli homminn" hann Elton John að spila á Laugardalsvellinum! Rammstein eru miklu miklu stærri á Íslandi heldur en Elton og það er gríðarleg eftirspurn eftir miðum á tónleikana(sem eru allir búnir!)
Hvers vegna ekki að færa bara tónleikana á Laugardalsvöllinn? Einhver á örugglega eftir að segja, nei alltof mikið vesen… Það er allur júní mánuður til stefnu, það hlýtur að vera hægt að kippa í nokkra spotta! Tökum höndum saman að skorum á tónleikahaldara að færa tónleikana á Völlinn!


(mAlkAv plís gerðu mér þann greiða að samþykkja þessa grein svo hún lendi ekki á korknum og enginn taki eftir henni!)
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _