Alvöru tónlistarmenn?? Ég hef undanfarið heyrt talað um það að ef maður spili ekki rokk sé maður ekki alvöru tónlistarmaður. Þetta er svosem allt gott og blessað þar sem mér finnst sumt efni í popp heiminum ekki ýkja merkilegt. Þótt mér finnist popp leiðinlegt ætla ég segja ykkur frá nokkrum staðreyndum sem ættu aðeins að hjálpa popp iðnðinum.

Sumir hér segja að öll popp bönd láti semja fyrir sig og að þetta séu ekkert nema hæfileikalaust fólk sem geti ekki samið tónlist.

Beyoncé aðalgellan í Destiny´s Child er ekki bara ógeðslega falleg heldur getur hún samið popp hittara, lög sem hún hefur samið og pródjúsað (alein) eru: Independent Woman, Jumpin Jumpin, Survivor ofl ofl.

Ronan Keeting úr Boyzone samdi ekki mikið þegar hann var í Boyzone en eftir að hljómsveitin hætti hefur hann samið slatta af lögum fyrir enga aðra en (ég myndi segja virkilega ljót orð hér ef það væri ekki dónalegt) Westlife.

Christina Aguilera tekur þátt í að semja lögin sín, sömuleiðis Enrique Iglesias.

Bara til þess að segja hvað rokk og popp markaðarnir sé líkir eru N´sync, Backstreet Boys og Britney með sínar dúkkur. og margir hneykslast á þessu.
Það er líka til:

Rob Zombie, Alice Cooper, The Beatles, Kid Rock, Jim Morrison og Kiss dúkkur til svo að örfá dæmi séu nefnd. Og nú eru Powerman 5000 með í framleiðslu dúkkur og föt.

þetta innskot var til þess að sýna að maður getur verið tónLISTAMAÐUR án þess að semja rokklög, s.s. frægur metall rokkari samdi sænska eurovision lagið.

kveðja
supernova
_____________________________