Primus Primus

Tríóið Primus er ansi sérstök hljómsveit, hún spilar Funk – Alternative Metal og textarnir eru bara húmorssögur einhverjar. Andlit hljómsveitarinnar og eiginlega það sem hljómsveitin gengur út á er bassaleikarinn og söngvarinn Les Claypool. Hann er fæddur 29.september 1963 í Richmond CA. Sem unglingur byrjaði Les Claypool að plokka bassa og kynntist á þeim tíma Kirk Hammet(gítarleikari Metallica). Kirk kynnti hann fyrir rokki eins og Jimi Hendrix, Cream og Led Zeppelin. Hann hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá bassaleikurum eins og John Paul Johnes(Led Zeppelin), Paul McCartney(The Beatles), Chris Squire(Yes),Geddy Lee(Rush) og Mike Watt(fIREHOSE). Hann spilaði í progressive metalböndum og víkkaði líka sjóndeildarhring sinn í tónlist með því að spila í jazz/swing böndum. Við að hlusta á smá Fusion og Funk uppgvötaði hann ,,slapping” tækni og fór að bæta því inn í stílinn sinn. Eftir að hann útskrifaðist spilaði hann með cover hljómsveit sem kallaði sig ,,the Tommy Crank band” , hún sérhæfði sig í R&B, funki og rokksmellum. Meðan hann spilaði með þessari hljómsveit keypti hann sinn fyrsta Carl Thompson Piccolo bassa(eftir að hafa séð Stanley Clark spila á slíkann). Þessi bassi varð síðar nokkurn veginn vörumerki hans. Um þennann tíma (miðjan 8. áratuginn) var Claypool kominn með mjög sérstakan stíl sem varð drifkraftur Primus.
1986 stofnuðu þeir Les Claypool, Todd Huth og Jay Lane hljómsveitina Primate. Claypool spilaði á bassa og söng/talaði á sérstakan hátt. Huth spilaði á gítar og Lane spilaði á trommur. Þeir byrjuðu strax að spila frekar frumlega tónlist og urðu frægir í svona ,,underground” menningu í San Francisco. Primate tók sér smá pásu eftir að Huth hætti og Claypool tók upp plötu með gamalli hljómsveit sinni ,,Blind Illusion.” Strax eftir það hætti sú hljómsveit aftur og Primate fór af stað með öðru nafni, Primus, með nýjum gítarleikara Larry LaLonde sem var í Blind Illusion og einnig með nýjum trommuleikara, Tim “Herb” Alexander . Þá tóku Primus menn upp fyrstu plötu sína sem var Live platan Suck on this og lögin af henni byrjuðu að heyrast út um allt, þá fengu þeir samning við Caroline records og tóku upp sína fyrstu stúdíó plötu Frizzle Fry. Frizzle Fry kom út árið 1990 og fóru einmitt á tónleikaferðalag með hljómsveitinni Jane´s Addiction sama ár. Árið eftir fengu þeir plötusamning við Interscope og gáfu út plötuna Sailing the Seas of Cheese og eftir hana fóru þeir að hita upp fyrir hljómsveitir á borð við Public Enemy, Anthrax, U2, Fishbone og Rush. Árið 1993 seldist platan Pork Soda mjög vel og Primus komu fram á Lollapalooza festivalinu. Árið 1995 kom platan Tales From the Punch Bowl út og gekk hún mjög vel og fór í gull í enda ársins.Árið 1996 yfirlýstu Primus því að trommarinn þeirra væri hættur og þeir fengu við sig engan annan en Brian “Brain” Mantia sem var í Guns N´ Roses. Með honum tóku þeir upp plötuna The Brown Album sem var seinasta plata Primus sem þeir voru einir með að spila inn á. Sumarið 1997 kom út platan Rhinoplasty og inniheldur hún lög eftir Primus og t.d. Metallica. Ári seinna gaf Primus út plötuna Antipop og inniheldur hún lög eftir þá nema í útsetningum ýmissa tónlistarmanna eins og Tom Morello(Rage Against The Machine/Audioslave), Fred Durst(Limp Bizkit) og James Hetfield(Metallica).
Árið 2000 hætti Brain í Primus. Les Claypool kom þá með yfirlýsingu um að Herb myndi byrja aftur í hljómsveitinni en því miður gerðist ekkert eftir þetta og hljómsveitin hætti frekar óformlega. Les Claypool er nú á fullu með sólóferil sinn og hefur gefið út m.a. plötuna Oysterhead. Síðan í lokin eða árið 2003, kom út EP diskurinn “Animals Should Not Try To Act Like People” og inniheldur hann sex lög. Þessum disk fylgir DVD diskur sem er með öllu myndefni sem Primus hefur gefið út og fleira. “Animals Should Not Try To Act Like People” hefur fengið svakalega dóma og er DVD diskurinn mjög góður.
..::darkjesus::..