QOTSA og hliðarverkefni (sideprojects) sæl

Fyrir ykkur sem vita ekki hvað QOTSA er þá er það hljómsveitin Queens of the Stone Age og þetta “sideprojects” er með þarna því þau eru einfaldlega svo mörg. Má þar nefna Desert sessions, Eagles of death metal, Mondo generator og Headband. Svo má ekki gleyma Kyuss, þótt það sé ekki sideproject hjá félögunum í QOTSA þá komu Josh Homme og Nick Olivieri beint útúr því og í QOTSA sem upphaflega hét Gamma Ray árið 1995. Reyndar var Nick Olivieri ekki í Gamma Ray því hann hætti í Kyuss áður en hljómsveitin hætti og byrjaði að spila með The Dwarves. Svo ákvað hann að byrja aftur að vinna með Josh Homme, bæði í QOTSA og í nýja bandinu hans, Desert Sessions, sem að í rauninni var bara band sem spilaði live og tók síðan út öll góðu lögin og gáfu þau út á einhverju volume-inu (má þar nefna að þau eru orðin 10). Svo fóru þau allra bestu stundum inná disk með Queens of the stone age, bara útsett öðruvísi. Má þar nefna hin þekktu Monsters in the Parasol, You think I ain't worth a dollar…, Avon (það er afturábak á desert sessions disknum = Nova), Hangin' Tree og núna um daginn In My Head.

En nú ætla ég að halda áfram. Nick Olivieri hætti í The Dwarves til að fara að spila með Josh Homme og fitubolluni Alfredo Hernandez í (þá) nýja bandinu þeirra. Stuttu seinna bættist Dave Catcing í bandið. Þeir gáfu út sinn fyrsta disk, samnefndan hljómsveitinni, árið 1998 og var hann frekar hrár og, að mínu mati, ótrúlega góður (eins og allt efni frá QOTSA). Útgáfunni fylgdi mikill túr og eftir það fór hinn mikli “workaholic” Homme að gefa út mikið af plötum hjá “indí” útgáfunni sinni Man's Ruin, þar á meðal Desert Sessions volume-in.
Svo gáfu QOTSA út sína aðra plötu, R (Rated R), eins og í bandarísku kvikmyndaeinkunnagjöfinni. Þessi diskur er af mörgum talinn besti diskurinn þeirra, ég get ekki gert upp á milli þeirra. Svo tóku þeir þátt í þess árs Ozzfest hátíð. Um það tímabil hætti Hernandez í hljómsveitinni og í staðinn komu trommu-dúóið Gene Troutman og Nicky Lucero. Næsta ár tóku þeir þátt í hinni risatónlistarhátíð Rock In Rio (Olivieri var handtekinn á henni fyrir að koma fram nakinn :D) og annað árið í röð á Ozzfest.
Dave Grohl talaði mikið í fjölmiðlum um aðdáun sinni á QOTSA, og það leiddi til þess að hann trommaði inná þriðju plötu þeirra, og í túrnum sem fylgdi henni. Songs for the deaf kom út í ágúst 2002 og eftir henni fylgdi túr sem innihélt Josh Homme og Nick Olivieri, plús Dave Grohl á trommum, Mark Lanegan (fyrrverandi söngvara Screaming Trees) og Troy Van Leeuwen (gítar/hljómborðsleikari A Perfect Circle).
Það var semsagt alveg meira en nóg að gera hjá QOTSA en ekki nóg fyrir félagana Homme og Olivieri. Þeir tóku að sér (með Brad Wilk, trommara Rage Against the Machine)að gera tónlistina í myndinni The Dangerous lives of the altar Boys, og bjuggu til nýtt “sideproject” með fyrrverandi Manson-bassistanum Twiggy Ramirez og söngvara Amen, Casey Chaos. Í viðbót hitti Homme gamlan félaga sinn, Jesse Hughes, og stofnaði með honum hið magnaða dansrokkband Eagles of death metal. Í þessu magnaða bandi spilar Homme á trommur og gáfu þeir út plötuna sína Peace Love Death Metal árið 2004. Þegar bandið gaf út hina mögnuðu plötu Lullabies to Paralyze núna í Mars (2005) þá voru í bandinu Homme, Lanegan, Joey castillo, Alain Johannes og Van Leeuwen. Nick Olivieri var rekinn úr bandinu rétt áður eins of flestir vita.

Núna nenni ég einfaldlega ekki að bæta meiru við þetta, ætlaði að skrifa örstutta grein en hún endaði svona.

Ef þið eruð ósammála, þá endilega látið heyra í ykkur.

mbk. Krumm1