Ég hef séð ýmislegt rætt og ritað um Linkin Park hér á Huga. Þar sem við getum flest verið sammála um að þeir séu of emo og mainstream nú á dögum ætla ég ekki að fjalla um það. Málið er að Linkin Park var alveg ágætis hljómsveit áður en þeir fengu samning hjá einu af stóru plötufyrirtækjunum. Mig langaði að fjalla aðeins um það. Annað, ég held að þessi grein falli undir rokkflokkunina, allavega telst þessi hljómsveit “rokk” núna.

Nú, ég get ekki sagt að ég kunni mikið af sögunni, en ég get samt gert grein fyrir tónlistinni sem þeir spiluðu þó það sé talsvert erfitt að skilgreina það sem þeir spiluðu. Það gæti talist númetall, það gæti verið kallað rappmetall, það gæti hreinlega kallast hip hop, ég bara veit það ekki. Allavega var þetta mest rapp með gítarriffum og milliköflum, segjum bara rapp rokk og málið er dautt.

Ég nenni ekki að grafa upp smáatriði eins og hvað meðlimirnir heita og hvenær þeir gerðu hvað og kem mér beint að efninu.

Málið er að seint á 10. áratugnum byrjuðu þeir 2-3 af meðlimunum að djamma í stofunni hjá einum þeirra. Hvers konar tónlist þeir byrjuðu að spila veit ég ekki en ég veit að það þróaðist allavega út í rapp með gítarriffum, nokkuð líkt Quarashi nema að þeir notuðu ekki rappformið, sem er 3 vers og 3 viðlög í flestum tilfellum heldur rokkformið sem er 2 vers, millikafli og 3 viðlög (svona um það bil þannig). Því verður þessi tónlist að einhverju leyti að teljast rokk Þeir fóru síðan að spila á einhverjum klúbbum og e-ð og fáir voru hrifnir, þangað til einhver sá þá og þeir fengu að gera plötu og urðu heimsfrægir, bla bla bla. Lítið meira veit ég um söguna hjá þeim en ég hef allavega heyrt einhver af lögunum og líkar mér þau ágætlega. Hér er lýsing á nokkrum lögum sem þeir gerðu meðan þeir voru underground.

Dedicated:
Frekar týpískt rapplag að flestu leyti, fyrir utan millikaflann og allt það. Þeir mega eiga það í Linkin Park að þeir gera góða takta, eða þá væntanlega rapparinn eða trommarinn. Lagið hefur góðan takt, og rapparinn fer ekki á kostum en hann er góður. Þetta lag er svona alvarlegt lag, svona Linkin Park þunglyndi á frumstigi. Engar sjálfsmorðshugleiðingar, en textinn fjallar um vandamál samfélagsins, sjálfsvíg ungra krakka, og hvernig rapparann langar í draumasamfélag þar sem menn eru góðir hver við annan. Stefið í versunum er ágætt, einfalt á píanó og smá gítar kemur í stað þess í viðlaginu. Scratchið í laginu gefur því ekki mikið, frekar misheppnað raunar. Yfir allt er þetta lag ágætlega heppnað.

Reading my eyes:
Söngvarinn er með í þessu lagi og tekur viðlagið og millikaflann. Það mætti segja sem svo að þarna hafi þetta fyrst farið að verða týpískt. Reyndar er þetta lag allt annað en mainstream.
Rapparinn fer algerlega á kostum, hraðinn og flæðið er til fyrirmyndar. Takturinn er hraður og flókinn, góður trommuleikur. Riffið í viðlaginu er ágætt fyrir byrjendur, eins og flest Linkin Park riff held ég, engin geimvísindi á ferðinni. Rapparinn tekur tvö snilldarvers og eftir að millikaflanum er lokið leysist lagið eiginlega upp í vitleysu þar sem viðlagsriffið er spilað en söngvarinn öskrar tóma vitleysu sem er algerlega úr takti.

Fuse:
Gæðalag. Reyndar heyrist gítarinn illa vegna lélegra gæða útgáfunnar sem ég á. Riffið heyrist þó aðeins og er svo sem ágætt en ég bendi á að það er í svipuðum gæðaflokki og hin. Rapparinn fer enn og aftur á kostum, en textinn fjallar ekki um neitt, sem er of algengt hjá röppurum finnst mér. Flæði og allt það gott, en textinn er samsafn af steypu. Hljómar sannfærandi samt sem áður. Ég segi nú bara af hverju fer þessi ekki sóló? Mjög góður. Þessi lög þeirra eru frekar fyrir rappaðdáendur en rokkara.

Step Up:
Loksins lag þar sem þessir gaurar taka sig á í undirspilinu. DJ-inn fær að njóta sín í millikaflanum með einhverju þvílíku scratchi og rugli og ég veit ekki hvað og hvað.
Undirspilið gott eins og áður segir, rapparinn samdi núna texta sem fjallar um eitthvað. Hann fjallar þarna um nýliða í rappinu, ,,Step up to the microphone”, góður texti og vandaður, flott rím og innihald og allt. Takturinn vinnur engin verðlaun en vá hvað það er mikið af einhverjum bakgrunnshljóðum og alls konar sömplum og synthum þarna, vá. Eftir ca. 2 mínútur eru bæði versin búin og við tekur einhver 1 mínútu millikafli þar sem allskonar rugl og scratch er í gangi, og söngvarinn kemur og syngur smávegis, en annars sér rapparinn um þetta. Svo kemur síðasta viðlagið og eftir það rennur lagið út í sandinn þar sem takturinn bylur ásamt laglínunni og einhverjar raddir segja manni að gera þetta svona.

Vona að þið hafið haft gaman af þessu, ef ekki, þá vitið þið allavega að Linkin Park var aðeins meira hip hop áður fyrr.