Ours Þessa dagana hlusta ég mikið á Ours og reyndar er hún nýja “uppáhalds” hljómsveitin.

Ours skipa:
Jimmy Gnecco: Söngur, gítar, texta-og lagahöfundur
Locke: Gítar
Vinny/Static: Gítar
Felipe: Trommur
Race: Bassi.

Jimmy Gnecco (borið fram Neck-oh), sem er andlit hljómsveitarinnar, byrjaði mjög ungur að hafa áhuga á tónlist. Fyrsta hljómsveitin sem hann var í hét ‘Lost Child’, þar sem hann söng og spilaði á gítar. Lost Child spilaði lög sem Jimmy samdi, en hljómsveitin náði aðeins tæp 2 ára aldri þar sem Jimmy fílaði ekki rokkstjörnuleikinn sem hinir meðlimirnir voru í. Hann hefur alltaf verið mjög agaður, hann tók því mjög alvarlega að mæta á réttum tíma, vera ábyrgðarfullur og einbeittur, en hinir meðlimir Lost Child drukku mikið á tónleikum og tóku tónlistinni ekki jafn alvarlega og Jimmy hefði viljað, svo hann hætti.

Hljómsveitin Ours var stofnuð árið 1995, þegar þeir voru allir í framhaldsskóla. Þeir byrjuðu strax að spila frumsamin lög og skrópuðu gjarnan í tímum til að reyna að koma sér á framfæri. Það gekk þó ekki of vel hjá þeim því enginn vissi hverjir þeir voru, né höfðu heyrt lögin þeirra áður. Á þessum tíma vildu allir heyra coverlög þekkra þungarokkshljómsveita en þeir neituðu að spila þannig. Þeir vildu ekki þykjast vera eitthvað annað en þeir voru. Þess vegna er bandið kallað OURS, því þeir ætluðu ekki gera það sem einhverjir aðrir vildu að þeir gerðu. Lagið ‘In a Minute’ var samið á sama tíma, en það segir klúbbaeigendunum einmitt það sama og hér að ofan.

Hljómsveitin tók sér svo pásu þar til 1996 að hún sameinaðist aftur. Jimmy Gnecco notaði tímann til að ferðast svolítið og ná betur áttum. Svo þegar hljómsveitin sameinaðist aftur var andinn í henni allt annar. Jimmy áttaði sig á því að lögin hans höfðu einkennst af sjáfsvorkunn og vonleysi, en það var ekki lengur. Nú var mun meiri kraftur í lögunum og þau voru meira upplífgandi, en samt, á einhvern furðulegan hátt ógnvekjandi, eða bara eins og hann sjálfur segir: “Eventually, I began to write these epic songs that were more about feeling, with a lot of sonic elements. I’d always write two guitar parts that played against each other to build tension, with the drums pounding on toms to create a circular, tribal feeling. Sometimes it’s more important to me to make a sound than to write a pop song.”

Margir halda að Jimmy sé heróínfíkill, en í raun er hann mjög heilbrigð grænmetisæta sem fer mikið út að hlaupa, útlitið hans er bara hluti af show-inu. Annar stór misskilningur er að hann hafi verið gítarleikari fyrir Jeff Buckley, en það var hann ekki. Mörgum finnst hann einnig bara einfaldlega vera Jeff Buckley, en ég get líka sagt ykkur að það er hann alls ekki. Ég er samt sammála því að hann minnir óneitanlega mikið á hann, hefur mjög svipaða rödd, takta og útlit.

Árið 2001 kom fyrsta platan þeirra, ‘Distorted Lullabies’, út og ég get ekki annað sagt en að hún er meistaraverk. Ef einhver er ósammála mér, þá má hinn sami hætta að lesa núna.
Eins reglan er.. þá er fyrsta hlustunin erfiðust, þarna má finna vott af Jeff Buckley, U2, Marilyn Manson, Travis og fleiri, í gothic rock anda. Reyndar eru þeir svipaðir mörgu en um leið ólíkir öllu. Fyrsta hlustunin virkar í raun eins og heróínsprauta, sweet sensation og svo verður maður bókstaflega háður! Ég er búin að gera margar tilraunir til að hlusta á eitthvað annað, en enda alltaf á að setja Ours aftur á.
Hugmyndin að titlinum varð á þessa leið: “I try my best and I did try through this record to really write beautiful parts, both singing and with all the instruments. But there was an underlying fear and tension through the songs that I was aware of and I was actually creating. As much as I wanted to make people feel good, I still wanted to point out a lot of the fears that I have. And I wanted them to come through in the music, to kind of scare the hell out of people. Maybe scare them into being nice. To me, that's kind of what it meant. Basically, there was a lot more beneath the surface.”

Ári seinna, 2002, kom önnur plata þeirra, ‘Precious’, út. Hún er allt öðruvísi en Distorted Lullabies, meira í mainstream geiranum, öll mýkri og hæfari til útvarpsspilunar. Það er eins og þeir hafi viljað taka minni áhættur við gerð Precious og haldið sig á einni bylgjulengd allan tímann, en það var einmitt öfugt.
Þar sem allt varð að vera svo fullkomið á fyrstu plötunni, þá tók Jimmy Gnecco þá ákvörðun, þegar upptökurnar á Precious hófust, að hafa engar tölvur við upptökurnar. Nota heilar upptökur, óklipptar, taka kreatívskar áhættur og brjóta allar reglur sem áttu við upptökur.
Ástæðan fyrir því að platan fékk nafið Precious er útaf því að hún er allt annað en “precious”. Hún hljómar eins og lögin hafi verið samin á staðnum en samt eru þau solid. Það var það sem skipti máli fyrir þeim.
Precious er mjög góð plata, en ég held meira uppá Distorted Lullabies. Lögin á Precious eru yfir heildina rólegari og maður finnur minna fyrir þeim. Fólk var almennt að vonast eftir plötu sem myndi hljóma eins og fyrsta platan, en þeir vildu ekki gera fyrstu plötuna aftur, heldur prufa eitthvað annað… og það gerðu þeir. Eitt er samt víst, að þessi plata fær að verða snjáð hjá mér.

Þeir sem vilja vita meira geta farið á síðuna: KillTheBand.com