metallica metallica er hljómsveit sem flestir þekkja. (og margir þekkja betur en ég þannig að þið verðið að afsaka allar villur). ég ætla að fara stuttlega yfir söguna og plöturnar. frá þeirri fyrstu, kill em all til þeirrar síðustu S&M.

sagan:

metallica var stofnuð 28 október 1981 þegar trommarinn Lars Ulrich setti auglýsingu í blaðið reclycler. james hetfield gítarleikari og söngvari svaraði auglýsingunni. síðan var það þannig að lars ferðaðist mikið með hljómsveitinni diamond heads og fékk að gefa út lag á disk. þá bauð lars, hetfield að stofna hljómsveitina metallicu. þeir fengu bassaleikarann Ron Mcgovney og gítarleikarann dave mustaine.
þeir gerðu tvær plötur power metal og metal massacre sem síðar var gefin út sem kill em all. (mig minnir að platan hafi átt að heita metal upp youre ass en það nafn hafi ekki verið leyft). þeir ráku ron mcgovney fyrir bassaleikarann cliff burton og síðar ráku þeir dave mustain útaf drykkjuvandamálum. þeir hringdu í kirk hammet sem var í einhverri hljómsveit og hann var nú orðinn aðalgítarleikarinn.
næst kom út ride the lightning (84) sem mér finnst vera besta platan þeirra. 86 kom út master of puppets og þegar þeir voru að kynna plötuna í skandinavíu dó burton í hræðilegu rútuslysi (27 september 1986)
síðan kom inní hljómsveitina bassaleikarinn sem hætti nýlega “af persónulegum ástæðum”, jason newsted.
1988 kom út … and justice for all. 1991 kom síðan út langvinsælasta platan þeirra, metallica (black album) 1996 kom load og 1997 re-load. 1998 kom út diskur þar sem þeir covera uppáhaldslögin sín, garage inc. og síðan 1999 kom út platan þar sem þeir spiluðu með san francisco simfóníunni.

plöturnar:

kill em all: fyrsta breiðskífan þeirra. frábær plata bestu lög: motorbreath, seek and destroy, four horseman, pulling teeth.

ride the lightning: að mínu mati þeirra langbesti diskur. byrjar með flottu kassa gítar riffi og endar, einsog einhver sagði á tónverkinu, the kall of the ktulu. fade to black, for whom the bell tolls, ride the lightning, the kall of the ktulu, trapped under ice, fight with fire, escape, creeping death . það er ekki veikur blettur á þessari plötu og hún er algjört meistarastykki.

master of puppets: frábær plata, ekki meira að segja um það. bestu lög: welcome home (sanitarium), disposable heroes, battery, damage inc og auðvitað titilag plötunnar master of puppets.

… and justice for all: þetta er mögnuð plata, meistaraverk, lagið one varð gríðarlega vinsælt. samt finnst mér bestu lög plötunnar: too live is too die, harwester of sorrow, and justice for all og blackened.

metallica (the black album): langvinsælasta platan þeirra, ágæt finnst mér, ekkert svo góð miðað við fyrri plöturnar en samt er þetta góð plata. þar má finna svona hittara einsog enter sandman nothing else matters, where ever I may roam, the unforgiven og sad but true (besta lag plöturnar að mínu mati) allra vinsælasta platan þeirra og seldist í bílförmum.

load: eftir þessari plötu var mikið beðið eftir, 5 ára bið var kannski of mikið. þessi plata var nefnd “vonbrigði ársins” og svoleiðis þarna eru þeir búnir að breyta verulega mikið um sánd. patan á sína góðu spretti með lögum einsog until it sleeps, hero of the day, outlaw torn og fleirum.platan seldist gríðarlega mikið.

re-load: einsog konar b-hlið af load, það átti að gefa load og re-load saman í einum pakka en það var ekki gert. þetta er að mínu mati léleg plata. á mtv hittaran the memory remains.

garage inc: fín plata þar sem þeir covera lög eftir tónlistarmenn sem höfðu áhrif á sig. turn the page og whiskey in the jar eru frægustu lög plötunnar.

S&M: þeir spila með sinfóníuhljómsveit san fransisco. sum lög heppnast mjög vel t.d. nothing else matters, hero of the day og the call of the ktulu. tvö ný lög voru gefin út, human og no leaf clover. lög sem eiginlega passa ekki við sinfóníu og er fyndið að hlusta á, fuel, master of puppets og for whom the bell tolls allt frekar hröð lög. diskurinn heppnaðist mjög vel og þetta er góður diskur.

síðan er að koma ný plata út í haust/jól. gaman að sjá hvernig hún verður.

<A HREF="http://www.metallica.com/">metallica.com</A>

takk fyrir mig og takk fyrir að nenna að lesa þetta allt saman. og leiðréttið mig ef það eru einhverjar villu