Metallica vs. Maiden 4.júlí 2004 komu Metallica og spiluðu í Egilshöll. Margt var um mannig og miðar seldust næstum allveg upp.(eða seldust upp) 7.júni næst komandi munu Iron Maiden spila í höllinni. Mér finnst mjög forvitnilegt að vita hvor tónleikarnir verða vinsælari.


Ég náði að redda mér miða á A-svæði á Metallica, kom 2 tímum fyrir tónleikana og beið þar í röð. Svo þegar komið var að tónleikunum þá fannst mér þeir ekki jafn góðir og ég var búinn að búast við. Metallica voru mjög góðir og upphitunarhljómsvitirnar. En biðin á tónleikunum voru verst, það var hleypt inn kl 5 og Metallica byrjuðu eitthvað á milli 10 og 11. Ég var líka búinn að búast við skemmtilegri sviðsframkomu og var að vonast að þeir mundu ekki vera með sömu lögin og á öllum tónleikum. Ég er mikill Metallica aðdáandi þannig að ég varð pínu vonsvikinn. En einsog ég var búinn að segja fannst mér biðin verst. Kannski var það til að skapa stemnignu eða eitthvað en ég var ekki að fíla þetta.


Ég vona að Maiden tónleikarin eigi eftir að standat væntingar mínar og vona að það verði lítil bið :D

Engin skítköst :)