Smoke on the Water er örugglega eitt þekktasta lag rokksögunnar, frábært lag sem er fastagestur á listum yfir bestu lög síðustu aldar en hve margir vita um hvað það er?

Byrjum á textanum (sem ég er nýbúinn að spyrja um í Rokktriviakeppninni):


SMOKE ON THE WATER

Alright, wooh

We all came out to Montreux
On the Lake Geneva shoreline
To make records with a mobile
We didn't have much time, no

Frank Zappa and the Mothers
Were at the best place around
But some stupid with a flare gun
Burned the place to the ground, now

Smoke on the water, a fire in the sky
Smoke on the water
But burning down

You know
They burned down the gambling house
It died with an awful sound
Funky Claude was running in and out
He was pulling kids out of ground

Whenit all was over
We had to find another place
Swiss time was running on
It seemed that we would lose the race

Smoke on the water, a fire in the sky
It was burning
Smoke on the water
Down to the ground, it was

You know
We ended up at the Grand Hotel
It was empty, cold and bare
But with the Rolling truck Stones thing just outside
Making our music there

A few red lights, a few old beds
We made a place to sweat
No matter what we get out of this
I know, I know we'll never forget

Smoke on the water, a fire in the sky
Smoke on the water
Everywhere
It was tumbling down
Everybody was crying


Á þessum tíma var Deep Purple svona:

Ritchie Blackmore (gítar)
Ian Gillan (söngur)
Roger Glover (bassi)
Jon Lord (hljómborð)
Ian Paice (trommur)

Lagið er skrifað á þá alla

Deep Purple var að fara taka upp plötu og átti sú upptaka að fara fram í spilavíti í Montreux (Montreux er mjög vinsæll staður til að taka upp, meðal annars hafa David Bowie og Queen tekið upp þar og Under Pressure varð að mestu leyti til þar). Upptakan átti víst að fara fram eftir að Frank Zappa and the Mothers of Invention hefðu klárað tónleikana og voru meðlimir Deep Purple meðal áheyranda, það kemur síðan fram hvað gerðist, það skaut einhver af neyðarblysbyssu og kveikti þannig í loftinu.

Titillinn vísar til þess hvernig sjón það var að sjá reykinn liggja út Genfarvatn.

Funky Claude sem er minnst á þarna var (jafnvel er) mikilvægur í tónlistarbransanum þarna í Montreux, hann heitir Claude Nobs og eins og segir í textanum þá bjargaði hann krökkum úr eldinum.

Í textanum er línan “To make records with a mobile” og seinna “the Rolling truck Stones” sem er vísun í að ferðastúdíóið sem var í þessum trukk var víst í eigu Rolling Stones.

“We ended up at the Grand Hotel” er staðurinn þar sem þeir tóku síðan upp plötuna, hótel sem var lokað yfir veturinn.

Nokkrum dögum seinna vaknaði Roger Glover upp og sagði hálfsofandi línuna “Smoke on the Water”, þeir spjölluðu um hvort þeir ættu að gera eitthvað við þessa flottu línu en héldu að allir myndu túlka hana sem tilvísun í fíkniefnanotkun (það var seinna sem þeim datt í hug að hafa allt lagið um eldsvoðann). Seinna kom svo Ritchie með hið frábæra riff sem er grunnurinn af laginu, eftir það þá var ekki aftur snúið.

Lagið var fyrst ekki talið líklegt til vinsælda og það var ekki fyrr en ári eftir að platan kom út að þeir gáfu það út á smáskífu og það sló í gegn og er núna það sem Deep Purple mun helst vera minnst fyrir.
<A href="