Ný rokkstöð. Í gær hætti X-ið og Skonrokk, nokkrum dögum fyrir það hætti Radíó-Reykjavík. Allt leit út fyrir að Ísland yrði eitt stórt hnakkaveldi og nokkrir harðir gæjar.

En allt varð fyrir ekki og nú hafa þrír vammlausir menn frá gömlu góðu rokkstöðinni X-inu stofnað nýa stöð sem mun bera nafnið XFM91,9.

Mínar pælingar eru að þessir þrír menn af gamla X-inu séu einhverjir af þessum fjórum: Doddi litli, Gunni gír, Matti eða Freysi.
En líklegast finnst mér Freysi og Gunni gír.
Auðvita er einhverjir sem hafa öruggar heimildir fyrir svona og meiga endilega segja frá hér, allavega mín vegna.

Nú vil ég helst heyra spár ykkar eða öruggar heimildir um hverjir þessir þrír snillingar eru. d;o)