Earshot - Two Hljómsveit : Earshot
Meðlimir : Will Martin Gítaleikari og söngvari. Scott Kohler Gítaleikari. Chas Stumbo Trommur. Mike Callahan Gítar. Johnny Sprague Bassi.
Plata : Two
Útgáfuár:2004


1. Wait
Það hefði ekki verið hægt að finna betri leið til að byrja þennan disk en með laginu “Wait”. Í þessu eina lagi kemur svo greinilega í ljós hvað þessir drengir geta! Lagið er hratt og gítarleikurinn í laginu er frábær , meining lagsins er meira og minna hversu ómögulegt allt getur verið.

2. Tounge-Tied
Kannski besta frammistaða gítarleikaranna á allri plötunni er í þessu lagi! Ákefðin í riffunum er svo einstök og mögnuð!

3. Fall apart
Þeir halda áfram uppteknum hætti í þessu lagi og eru ekkert að hægja á sér í þessu lagi! Vel sungnir textarnir og kannski það sem einkennir Earshot lögin að mestu eru tilfinningaþrungin viðlögin og af hversu mikilli innlifun þau eru sungin kemur vel í ljós í lagi.

4. Someone
Lagið someone ,sem að á örruglega eftir að verða næsta single á disknum, er aðeins rólegra lag á þeim pörtum þar sem rhytminn er í fyrirrúmi, en líka í þessu lagi er að finna góðan gítarleik og mjög góðan trommuleik! Það er greiniliegt í þessu lagi að það sé verið að syngja um kærustu dæmið en það er bara gott og gilt og er eitthvað í þessum texta sem að allir geta tengt við hjá sjálfum sér!

5. Rotting Inside
Lagið Rotting Inside er frábærlega skrifað og til að textana upp er mjög góður hljóðfæraleikur undir. Frábær byrjun á frábærri plötu , ótrúlegt að fyrstu fimm lögin á þessari plötu eru öll mjög góð og gætu þess vegna öll hafa orðið fyrir valinu sem næstu single.

6. Down
Munu góðu tímarnir aldrei hætta? Lagið Down kemur með meiri texta um óþægindi,þunglyndi og spurningarnar um hvað veldur því öllu. Þetta er bara enn annað merkið um það að þegar textarnir eru samdir hjá þessari hljómsveit að þeir láta allt sitt í texta sína! En þema plötunnar virðist meira og minna vera þetta vonarleysi sem að hrjáir alla einhverntímann.

7. Nice to Feel The Sun
Þetta lag er einhvernveginn allt allt öðruvísi en hin lög plötunnar, ég hef ekki alveg áttað mig á þessu lagi en það virðist miklu…..hlýrra að einhverju bæði textalega séð og tónlistalega séð en samt stendur tónlistin alveg undir sér og heldur þessa þunga hljóði sem hefur verið í öllum hinum 6 lögunum. Þetta er mjög gott lag og gítarleikurinn í þessu lagi alveg dúndrar á manni.

8. Again
Gítarleikurinn í þessu lagi er frábær en textinn í laginu fjallar um Martin að komast í sátt við raunveruleikann og að byrja lífið frá byrjun aftur. En það sem stendur mest uppúr í þessu lagi er trommulekur Chas Stumbos sem að er alveg einstakur í þessu lagi!

9. Goodbye
Níunda lag plötunnar Goodbye er í rólegri kanntinum og er það eina í laginu sem er spilað af hörku í þessu lagi er viðlagið, restin er róleg en samt fangandi á sinn eigin hátt og ég meina smá fjölbreytni hefur aldrei drepið neinn og þetta lag er á hárréttum stað hvað plötuna varðar því það hægir aðeins á hlustandanum eftir öll hin hröðu lög.

10.Should've Been There
Hvað er rokk plata þessa dagana án þess að hafa eina helvítis ballöðu? Þessu lagi virðist bara hafa verið hennt þarna inn vegna krafna frá plötuframleiðandaum. Lagið sjálft er frekar slakt þar sem að textinn er svona ágætur og tónlistin sjálf dugar alveg en þetta lag er frekar þreytandi þrátt fyrir að vera fallegt á sinn eiginn hátt. Þetta lag passar samt því miður engann veginn á þessa plötu og hefði betur verið skilið eftir í ruslinu bara.

11.Control
Síðast en alls ekki síst er lagið Control kemur inn með miklum látum og skilur mann eftir í hálfgerðu uppvaknings ástandi þar sem manni langar bara í meira! Viðlagið í þessu lagi er örruglega það besta á allri plötunni og með gítarhljóm sem sker í gegnum mann einsog hnífur í gegnum heitt smjör skilur mann eftir vægast sagt slefandi í meira.

Framleiðandinn Johhny K á lof skilið fyrir frábæra hljóðblöndun á þessari plötu! Hann virðist alltaf vita akkurat hvenær á
að hækka í gítörunum og hvenær á að henda inn bassanum eða hvenær trommurnar eiga að yfirgnæfa án þess að hafa það
of áberandi. En ég mæli tvímælalaust með að allir kaupi þessa plötu !
=======================================