Bestu Rokkplötur Ársins 2004 Núna er árið 2004 búið og fullt af góðum plötum sem komu út í ár.

Hér ætla ég að koma með lista yfir þær plötur sem mér finnst hafa staðið uppúr á árinu.

5.The Hives - Tyrannosauros Hives
Margir voru spenntir að sjá hvort að “The Hives” mundu ná að fylgja eftir vinsældum “Veni Vidi Vicious” sem kom út árið 2000 og þeim tókst það svo sannarlega. Tvö lög hafa farið í spilun af plötunni en það eru lögin “Walk Idiot Walk” og svo T“wo Timing Touch And Broken Bones”

4. The Killers - Hot Fuss
Ég held alveg örugglega að þetta sé fyrsta plata “The Killers” slóu í gegn með laginu “Mr.Brightside” og næsta smáskífa var lagið “Somebody Told Me” sem er líka mjög gott.

3. Franz Ferdinand - Franz Ferdinand
Fyrsta plata skosku hljómsveitarinnar “Franz Ferdinand” er snilldar gripur sem ég mæli með að allir kaupi sér.
Inniheldur meðal annars lögin “Take Me Out”, “The Dark Of The Matinee”, “Michael” og fleiri.
Litlu munaði að þeir kæmu til Íslands í desember en því miður varð ekkert af því.

2. Velvet Revolver - Contraband
Trúlega svalasta hljómsveitin í dag enda engir smágaurar í henni en sveitina skipa Slash, Matt Sorum og Duff Mckagan sem allir voru í “Guns'n'Roses” og fyrrv. söngvari “Stone Temple Pilots”, Scott Weiland, bættist svo einnig inn ásamt gítarleikaranum Dave Kushner (Wasted Youth).
Hljómsveit með öllum þessum mönnu gat varla klikkað og frumburðurinn er alveg frábær en “Contraband” inniheldir lögin “Slither”, “Fall To Pieces” sem voru bæði í mikillri spilun á X-inu í ár og svo lagið “Dirty Little Thing” sem er núna í efsta sæti á X-dominos listanum.

1.Green Day - American Idiot
Að mínu mati er þetta lang besta plata ársins og jafnvel með bestu rokkplötum síðustu 10 ára.
Titillag plötunar, “American Idiot” fékk mikla spilun á X-inu enda snilldarlag en samt ekki besta lag plötunar.
Nýlega fór svo lagið “Boulevard Of Broken Dreams” í spilun enda snilldar lag þar á ferðinni.
Um tíma leit ekki út fyrir að þessi plata kæmi nokkurn tíman út því að öllum lögunum sem Green Day voru búnir að semja fyrir hana var stolið og þeir þurftu því að byrja alveg frá grunni aftur en það virðist ekki hafa komið niður á gæðum “American Idiot”


Þessi listi er náttúrulega bara mín skoðun og ég veit að margir eiga eftir að vera ósammála.
Þessi listir er heldur ekki alveg marktæku þarsem ég er ekki búinn að heyra fullt af plötum sem gætu komist á listann en þær plötur sem ég held að gætu komist þarna inn en ég hef ekki heyrt eru t.d:

Modest Mouse - Good News For People Who Love Bad News

U2 - How To Dismantle An Atomic Bomb

Scissor Sisters - Scissor Sisters

Einnig kom mikið af góðum Greatest Hits plötum sem mér finnst ekki eiga skilið að vera á svona listum en Pearl Jam, Korn og Guns'n'Roses gáfu allar út þannig plötur í ár.

Ég mæli svo einnig með tónleikaplötunum:
Red Hot Chili Peppers - Live in Hyde Park
Metallica - Live In Egilshöll :)

Endilega segið svo ykkar skoðun á bestu rokkplötum ársins