Red Hot Chili Peppers
Hljómsveitin byrjaði svona að myndast í byrjun 9. áratugarins. Það voru þrír vinir að nafni Anthony Kiedis, Michael Balzary og Hillel Slovak. Blazary og Kiedis einbeittu sér að því að læra á trompett og gítar en Kiedis hugsaði um ljóð og leiklist á meðan þeir voru í skóla. Á meðan þeir voru í skóla þá kenndi Slovak Blazary að spila á bassa og fengu Kiedis til að setja ljóð sín í tónlistina, sem hann nú gerði. Á þessum tíma þá urðu þeir fyrir áhrifum frá L.A. pönki og fönki og myndaðist á tónlistarstefna hljómsveitarinnar. Þeir fengu vin sinn Jack Irons til að spila á trommur. Balzary tók upp nafnið Flea árið 1983 og það ár tóku þeir upp nafnið Red Hot Chili Peppers en á undan því hafði sveitin heitið mjög slæmu og löngu nafni. Tony Flow and Miraculously Masters of Mayhem. Ekki gott nafn. Eða bara kannski of langt.
Þeir gerðu samning við EMI. En þá fengu þeir áfall, Slovak og Irons ákvöðu að fara að einbeita sér af annari hljómsveit sem þeir voru í, What Is This (hvar eru þeir núna?). Flea og Kiedis (Anthony) dóu ekki ráðalausir og fengu til sín Jack Sherman á gítar og Cliff Martienz á trommur til að filla uppí. Hljómsveitinn gaf út sína fyrstu plötu árið 1984 og fékk hún ágætis dóma. En þrátt fyrir það náði þeir ekki að fanga stemminguna sem hafði myndast á tónleikum með þeim. Platan náði ekkert að seljast eins og þeir vonuðu en þeir héldu þó áfram að vera vinsælir hjá fólki sem hlustaði á neðanjarðar tónlist.
Árið 1985 snéru Slovak og Irons aftur til baka með skottið á milli labbana eftir að What Is This hættu. Næsta plata þeirra var Freaky Style go kom út sama ár, hún fékk svo sem fína dóma en það var ekki fyrr en The Uplift Mofo Party kom út árið 1987 sem þeri fóru að ná einhverjum vinsældum og selja einhverjar plötur. Árið eftir gáfu þeir út fimm laga plötu, The Abbey Road EP, en eins og allir muna er það einmitt myndin á þeirri smá skífu þar sem þeir eru alsberir að labba yfir Abbey Road en sama ár þegar heimur var að gera sig tilbúinn fyrir Red Hot Chili Peppers þá ríður áfallið yfir, Slovak deyr útaf ofnotkun á heróini í Júni 1988 og Irons yfirgefur hljómsveitina í annað skiptið.
Kiedis og Flea ákvöðu að halda áfram og fengu tvo misgóða menn til að koma í staðinn fyrir þá, þeir hættu fljótlega en þá fengu þeir tvo verðuga, John Frusciante og Chad Smith. Eftir þessi skipti gáfu þeir út plötuna Mother´s Milk 1989. Þessi plata sló svona nett í gegn og var það aðalega gamli slagari Stevie Wonder´s “Higher Ground” sem sló í gegn á MTV sjónvarpsstöðvinni og lag um Slovak “Knock Me Down”. Eftir þetta kom enn meiri metnaður í strákanna og þeir ákvöðu að fá sér einhvern góðan “producer” til að gera þeirra næstu plötu sem átti eftir að kom þeim endanlega á framfæri. Blood Suger Sex Magik, platan varð gríðar vinsæl og seldist í milljón og milljónum eintaka. Lög eins og “Give It Away” og uppáhalds lag margra “Under the Bridge” (geggjuð byrjun á lagi).
Frusciante ákvað að yfirgefa hljómsveitina útaf alltof mikillar notkunar sinnar á eiturlyfjum í byrjun árs 1992. Eftir honum komu tveir misgóðir gítarleikarar en þeir hurfu fljótt á braut. Eftir þessar manna breytingar fengu þeir gamla gítarleikara Jane´s Addiction, Dave Navarro. 1995 sendu þeir frá sér plötuna “One Hot Minute”. Platan er nú ekkert meistaraverk og er hún mun slakari en fyrri plötur þeirra. Þegar þeir voru að túra eftir þessa plötu þá kom það í ljós að Navarro var ekki að “fitta” inní hljómsveitina og hann yfirgaf hljómsveitina 1998.
Frusciante sem yfirgaf hljómsveitina 1992 gerði nokkrar plötur sjálfur en samt var það umtalað að hann væri heimilislaus, peningalaus og væri að glíma við mikinn eiturlyfjavanda en um leið og hann fór í meðferð og reyndi að ná tökum á lífi síni þá buðu þeir honum að koma aftur 1999 og sama ár gáfu þeir út reunion plötu sína. Californication. Með henni náðu þeir að sína sig sem eina af betri böndum samtímans. Platan varð gríðar vinsæl og seldist mjög vel. Fólk fór að halda að hljómsveitinn væri að komast í gamla góða gírinn.
Það var öðru nær túrinn sem kom á eftir plötunni varð að algjöru rugli, þeir neituðu að spila lög af “One Hot Minute” sem var ekki vinsælt hjá aðdáendum sem ég skil nú ekki alveg. Antony Kieldis og söngvari Mr. Bungle (ekki hugmynd en þið) voru eitthvað ósáttir við hvorn annan þegar Kieldis neitaði að spila með þeim í evróputúrnum. Í hefndar skini þá gerði hann ““tribute” show” fyrir Red Hot Chili Peppers með því að apa eftir hreyfingum þeirra á sviðinu og þóttist vera að skjóta sig af heróini til þess að undir strika eiturlyfja vanda Chili Peppers. Sama ár spiluðu þeir á Woodstock ´99 hátíðinni og á meðan þeir voru að spila þá varð allt vitlaust og allt stóð í óeirðum. Haldið var hljómsveitin myndi nú fara aftur í ruglið eftir svona misheppnað tónleikasumar en það var nú ekki því þeir túruðu með Foo Fighters og Pearl Jam það sem eftir var af árinu.
Hljómsveitin fór aftur í stúdíó í Nóvember 2001 og hófu upptökur á nýrri plötu By the Way. Sem er ef ég segi sjálfur frá bara stór góð og eru Red Hot Cili Peppers komnir til að vera um ókomna framtíð. Cili Peppers er ein af mínum uppáhalds hljómsveitum svona 6-10 og er funk, popp, rokk og punk stíllinn sem þeir eru með að gera góða hluti og er reglulega gaman að hlusta á þá til að koma sér í gírinn. Vonandi ná strákarnir að halda sér edrú enda hafa þeir allir átt við eiturlyfa vandamál að stríða, einnig vonum við að það komi nýjar plötur frá þeim í framtíðinni.