'Eg skrifa hér mína fyrstu grein (á huga) og vona að hún verði geðveik.

'Eg ætla að skrifa um hljómsveit sem er ein sú besta í heimi og hefur þraukað ýmislegt í gegnum tíðina.Unnið helling af verðlaunum og selt u.þ.b 100.000 plötur.
METALLICA


Það byrjaði þannig árið 1981 að Lars Ulrich frá Gentofte í Danmörku og James Hetfield frá San Fransisco koma saman.Þeir fengu Dave Mustaine til lið við sig og herbergisfélaga James,Ron Mcgovney.
Það var búið að ákveða að James væri gítar og söngur þannig að Ron fór á bassann,,Lars með trommurnar og Dave á gítarnum.

Þeir byrjuðu að taka lög eftir Ozzy,Misfits,Diamond Head o.fl. en síðan var Ron rekinn og fengu þeir snillan Cliff Burton.Gerðu síðan plötuna Kill em all árið 1983 sem ég verð að segja að það var geðveik byrjun á ferli þeirra.Inniheldur gullmolum eins og Seek n Destroy,Jump in the fire,Four horsemen o.fl.
En James og Dave rifust svo mikið að Dave var látin fara.Fengu þeir snillinginn Kirk Hammet úr Exodus til sín og tóku Kill em all upp aftur bara með Kirk.
Ári seinna tóku þeir upp plötuna Ride The Lightning(1984).Eitt orð lýsir þessari plötu “snilld”.
Þarna þroskuðust þeir aðeins og urðu “atvinnumannalegri”.Inniheldur lögum eins og Fade to black,For whom the bell tolls,creeping
death o.fl.
Túruðu í smá tíma eftir þetta og síðan gáfu þeir út árið 1986 meistaraverkið Master Of Puppets.
Er þetta að mínu mati besta plata þeirra.
Inniheldur lögum eins og Master Of Puppets,Battery,Welcome Home(Sanitarium),The Thing That Should Not Be,og fullt af fleiri lögum.
Svo gerðist eitt hræðilegt á túrnum,Cliff Burton var látin sofa við glugga í rútunni (sem er bannað núna)og rútan valt og allir lifðu af nema Cliff.Sagt er að rútubílstjórinn var fullur en hann sagðist hafa runnið í hálku,en það getur ekki verið,þetta var í svíþjóð um mitt sumar svo það gat ekki verið.Voru þeir mjög sorgmæddir og einfaldlega trúðu þessu ekki og James Hetfield samdi ljóð um hann sem hann skrifaði 13 árum eftir að hann dó,algjör snilld.

“One fateful night ago 13 years,
I remember sitting and crying so many tears,
Sadly missed by fans, family and friends,
I wander the streets finding only dead ends,
A bus claimed your life at 24 years young,
Now the torch is passed to Metallicas new blood,
No one could match the way you played your bass,
No one could forget the little smile on your face,
For you, Cliff, is why I write this poem,
And good luck to you, Wherever You May Roam”

Eftir þetta ætluðu þeir að hætta því þeir héldu að enginn gæti komið í stað Cliff en þeir hugsuðu að Cliff myndi vilja þá áfram svo þeir leituðu að nýjum bassaleikara.
Fengu þeir Jason Newsted úr hljómsveit sem ég man ekki hvað heitir.Þessi maður er algjör snilli á bassanum.
Árið 1987 gerðu þeir plötuna Garage Days Revisited og er það plata með cover lögum eins og Last Caress/Green Hell (2 lög),Crash course in brain surgery o.fl. þetta er held ég smáskífa en allavega fyrsta upptaka Jasons með Metallica.
Ári seinna (1988) gerðu þeir plötuna …And Justice For all.Inniheldur lögum eins og One,Blackened,Harvester of sorrow o.fl.
Mér finnst þetta samt ekki algjör snilldarplata það heyrist lítið sem ekkert í bassanum og það er lélegt því þetta er fyrsta breiðskífa Jasons en samt fín lög og allt það.
Fóru þeir að túra og urðu mjög vinsælir þarna og gerðu sitt fyrsta myndband “One” þótt þeir væru búnir að segja að þeir myndu aldrei gera myndband
og margir þeirra mestu aðdáendur fóru að snúast gegn þeim.
Næsta plata er enginn önnur en “svarta platan”(black album)(1991).Fengu þeir nýjan upptökustjóra að nafni Bob Rock sem hefur verið með Mötley Crue o.fl. böndum,kom hann í stað Flemming Rassmusen landa Lars Ulrich.Hafa þeir aldrei orðið vinsælli en þá og túruðu í heil 4 ár eftir þetta.
Inniheldur lög eins og Enter Sandman,Sad But True
,Nothing Else Matters og fleiri snilldir.

Eftir þessi fjögur ár sem þeir túruðu gerðu þeir
plötuna Load(1996) er þetta ein leiðinlegasta platan með þeim og má segja að þeir voru í dvala þarna.Mér finnst ekkert sérstakt lag þarna með þeim.Má líka segja að þeir klipptu sig allir þarna og voru eiginlega bara að selja sig þarna.
Ári eftir gerðu þeir plötuna Re-Load.Eiginlega sama efni nema einn helsti smellur þeirra er þarna Fuel.Annars frekar leiðinleg plata.
Ári seinna gerðu þeir cover plötuna Garage Inc.
Snilldarplata með lögum eins og Wiskey In The Jar,Die My Darling,Am I Evil o.fl.
Urðu Þeir aðeins skárri eftir þetta.
Árið 1999 fengu Metallica sinfóníuhljómsveit San Fransisco til að spila með sér á tónleikum.
Nefnast tónleikarnir S&M.
Mér finnst samt skrýtið lagavalið hjá þeim t.d. Outlaw Torn,Bleeding Me,Devils Dance,Memory Remains og allt þetta Load kjaftæði.
Samt sem áður frábærir tónleikar.Urðu þeir svo vinsælir með þessa tónleika að gerð var plata sem heitir S&M.

Eftir þetta fór eitthvað að gerast.
Jason Newsted fer úr hljómsveitinni.
Segir hann að hann varð fyrir stríðni var “disrespected” eða hann
fékk enga virðingu svo var hann í annari hljómsveit að nafni Echobrain og vildi gera plötu með þeim en James bannaði honum það,“þegar maður er í Metallica er maður þar,þú getur ekki verið æi annari hljómsveit og svoleiðis,maður er bara fastur.”Þetaa sagði Lars Ulrich um Jason þegar hann fór.

Þá þurfti nýjan bassaleikara.
Það voru margir sem komu til greina t.d. Duff Mckagan fyrrum G´n´R meðlimur.En þeir fengu enn betri mann.
Var það Robert Trujillo úr Suicial Tendelies(kann ekki að skrifa það).
er þetta algjör gullmoli á bassanum með sviðsframkomu að bestu gerð.Minnir að hann hafi líka spilað með Ozzy.

Þá var bara að gera plötu.
Árið 2003 kom út platan St.Anger.
Gerðu þeir hana áður en Robert kom svo í upptökum var Bob Rock á bassanum.
Þeir eru nýbúnir að túra eftir þessa plötu og á þeim túr stoppuðu þeir hér við og voru það magnaðir tónleikar,18.000 manns og segja þeir að þeim hafi aldrei verið jafn heitt á tónleikum fyrir utan þegar þeir voru á litlum klúbb í París.