Í þessari littlu grein ætla ég að fjalla um helstu áhrifavald í tónlist seinustu 10 ár eða svo. Margir telja eflaust að lítið hafi gerst í tónlist seinustu 10 ár en ef maður lítur nánar á þá sér maður að ágættir hlutir hafa verið að gerast.
Rokk tónlist seinustu 5 ára hefur verið undir miklum áhrifum tveggja manna. Þá er ég að tala um Jeff Buckley og Eddie Vedder.
Hljómsveitir á borð við Radiohead Coldplay,Travis og fleiri hafa nýtt sér falsettu tækni meistara Buckleys. Söngvari Muse hefur sagt að hann hafi aldrei prófað að syngja með yfirrödd fyrr en hann heyrði í Buckley. Thom York og söngvari Travis hafa báði viðurkennt að eftir að hafa heyrt í Buckley á Live at Siné tónleikunum hafi þeir breytt um söngstíl.
Buckley var reyndar undir áhrifum hins samkynhneigða Morrissey en þeir sem hlusta á þá tvo heyra hver hefur guðlega rödd .Það sem Buckley gerði var að færa tónlist þrepi ofar í þróunnar sögunni. Eitthvað sem fólk bjóst ekki við á þessu tímum endurtekninga.
Annar snillingur samtímans er Eddie Vedder það þarf ekki nema að hlusta á hann til að finna þá tilfinningu sem hann leggur í söngin. Nú er varla hægt að kveikja á útvarpinu án þess að heyra einhvern stæla Eddie Vedder eða Jeff Buckley.
Því skora ég á þá sem ekki þekkja Buckley eða Vedder(ye right)og fíla Muse,Coldplay,Radiohead,Creed,Travis eða Suede að hlusta á Jeff Buckley og jafnvel Eddie Vedder ef svo ólíklega vill til að þú hafir ekki hlustað á hann.

Ég vill taka fram að margir telja Kurt Cobain einnig frumkvöðul og áhrifavald. Ég get alveg tekið undir það.