"The Spaghetti Incident?" Þessi plata með guns n´roses kom út árið 1993, þetta var hugmynd Duff bassaleikara, hann syngur líka nokkur lög en á henni eru einungis lög eftir aðra tónlistarmenn og ég ætla aðeins að skrifa um hana.

1. Since I don´t have you. Upphaflega flutt af The Skyliners
árið 1958. mjög gott lag, örugglega það besta á disknum, flott gítarsóló og með betri lögum á diskinum, þetta lag er líka á Greates Hits disknum þeirra.
5/5

2. New Rose. Upphalega flutt af The Damned árið 1977.
Ágætis lag, samt ekkert meistaraverk, veit ekki hvað ég get sagt meira um það nema það að Duff syngur.
3,5/5

3.Down on the farm. Upphaflega flutt af The UK subs árið 1980.
Ömurlegt lag, mjög leiðinlegur söngur, ekkert sérstakur gítarleikur eða trommuleikur.
0,5/5

4. Human Being. Upphaflega flutt af The New York dolls árið 1974.
Fjörugt lag, alveg ágætt og Axl syngur frábærlega.

5. Raw Power. Upphaflega flutt af Iggy and The Stooges árið 1973.
Ágætis lag með flottum gítarleik og hljómborðsleikurinn góður líka, Axl og Duff syngja báðir og þetta er eitt af betri lögum á diskinum.
4/5

6. Ain't it fun. Upphaflega flutt af The Dead Boys árið 1978
Þetta lag er líka að finna á Greatest Hits disknum þeirra sem ég skil ekki því þetta er ekki betra lag en mörg önnur þeirra þótt það sé ekkert lélegt þá á það ekki að vera á disk með öllum þeirra bestu lögum. Gítarleikurinn er það besta í laginu og söngurinn ótrúlega góður líka, Axl fer á kostum síðan syngur Slash eitthvað líka.
4/5

7. Buick Makane (big dumb sex). Upphaflega flutt af T.Rex árið 1989.
Ekki gott lag, leiðinlegur söngur og leiðinlegur gítarleikur líka.
1,5/5

8. Hair of a dog. Upphaflega flutt haf Nazareth árið 1975.
Mjög gott lag, eitt af bestu lögunum, skemmtilegur gítarleikur og söngurinn frábær líka.
4,5/5

9. Attitude. Upphaflega flutt af The Misfits árið 1980.
Ekkert sérstakt lag, Duff syngur í þessu lagi og gerir það ekkert sérstaklega vel samt flottur gítarleikur.
2/5

10. Black Leather. Upphaflega flutt af The Sex Pistols árið 1980.
Ágætt en ekkert sérstakur söngur eða gítarleikur, heyrist lítið í trommunum en það koma partar í laginu sem eru mjög góðir.

11. You can´t put your arms around a memory. Upphaflega flutt af Johnny Thunders árið 1982.
Þetta lag er snilld, aðallega útaf því að Duff gerir nánast allt, syngur, spilar á kassagítar, spilar á bassa, spilar á trommur og er með bakraddir eða allt nema rafmagnsgítarana. Líka er þetta mjög gott lag og örugglega það besta ásamt “since I don´t have you”
5/5

12. I don´t care about you. Upphaflega flutt af Fear árið 1982.
Lélegt lag, hörmulegur söngur en gítarleikurinn er fínn.

Síðan er eitt leynilag sem ég get lítið sagt um því ég veit ekkert hvað það heitir eða hver samdi það, ekkert sérstakt lag bara kassagítar og eitthverskonar trommur, bongó eða eitthvað þannig.

Þetta er örugglega lélegasta plata þeirra, þótt það séu nokkur góð lög þá er hún léleg miðað við aðrar plötur þeirra sem eru allar meistaraverk.