Tónlistartímaritið Mojo stóð fyrir könnun núna fyrir stuttu um hvað væri nú besta lag allra tíma en það var almenningurinn sem kaus í þetta skiptið.
Það voru valinn 100 lög en það voru aðeins 10 efstu birt og þetta eru þau.

1 – Hey Jude – The Beatles
2 – Like A Rolling Stone – Bob Dylan
3 – I Say A Little Prayer – Aretha Franklin
4 – Strawberry Fields Forever – The Beatles
5 – Eight Miles High – The Byrds
6 – I Heard It Through The Grapevine – Marvin Gaye
7 – Waterloo Sunset – The Kinks
8 – Smells Like Teen Spirit – Nirvana
9 – Dancing Queen – Abba
10 – Smoke On The Water – Deep Purple

Ekki finnst mér “Hey Jude” eiga fyrsta sætið skilið, bestu lögin þarna finnst mér vera Like a rolling stone, Strawberry fields forever og Eight miles high og ekki skil ég hvað Dancing queen er að gera á topp 10 og hvar eru Bohemian rhapsody og Image sem hafa oftast verið fastagestir á svona listum?

Þetta er bara einn listi af milljón og þeir eru aðeins til þess gerðir að hafa gaman af þeim, enda eru þeir nánast aldrei eins.