Sælir verið þið allir rokkunnendur.

Ég ætla hérna að skrifa smá umfjöllun um nýjasta disk U2 sem að er algert meistaraverk. Bróðir minn fékk hann í afmælisgjöf og ég stal honum og er búinn að vera að hlusta mikið á hann síðustu daga.

Meðlimir U2 eru, fyrir þá sem ekki vita:

Bono : Söngvari
Adam : Bassaleikari
Edge : Gítarleikar
Larry : Trommuleikari


1. Vertigo

Þetta lag hefur ómað mikið í útvarpi og sömuleiðis myndbandið mikið spilað á SkjáEinum. Þetta er mjög rokkað lag og byrjar plötuna af miklum krafti. Riffin eru mjög flott og söngurinn hjá Bono óaðfinnanlegur eins og venjulega auk þess að bassinn er gífurlega þéttur og trommurnar mjög fínar, frábært lag og bara mjög góð byrjun á þessum frábæra disk.

****1/2 af *****

2. Miracle Drug

Hvað á maður að segja? Yndislegur gítarleikur, frábær söngur, flott melódía.. Þetta lag hefur allt sem þarf til. Textinn er líka alveg frábær, fjallar um lækni eða vísindamann sem að er að reyna að finna upp töfralyf til að bjarga ástvini. Bara fínt lag.

**** af *****

3. Sometimes You Can't Make it On Your Own

Váá maður, fallegasta lag sem ég hef heyrt lengi. Rödd Bono er svo falleg þegar hún fer lengst upp í rassgat 'And it's you when I look in the mirror..' Þægilegt að hlusta á og líður skjótt framhjá nema maður virkilega hlusti og njóti þess. Bono söng þetta lag í jarðarför föðurs síns og segir að þetta sé fallegasta lag sem að U2 hafi gert. Ég er eiginlega sammála því. Það byrjar á svona nettum kassagítar og flýtur svo áfram, frábært lag.

****1/2 af *****

4. Love And Peace Or Else

Skrítið lag, byrjunin er bara svona gítar “urr”.. Veit ekki alveg orðið yfir þetta en svo kemur annar kafli og hann er virkilega flottur. Gítarinn kemur sterkur inn og Bono að sjálfsögðu stendur sig. Samt ekkert rosalegt lag miðað við öll hin lögin á þessari plötu sko. En samt mjög gott :). Enda verð ég að segja að þessi plata í háklassa.

*** af *****

5. City Of Blinding Lights

Þetta lag er bara mjög fínt. Fjallar um ástina.
“Oh you look so beautiful tonight
In the city of blinding lights..”
Hef ekkert mikið að segja, spilað á mandólín í byrjun sem er virkilega kúl, frekar flott lag bara.

*** af *****

6. All Because Of You

Byrjar á yndislega skemmtilegu gítarvæli sem að mér brá svo skemmtilega við þegar ég var að hlusta á þennan disk að ég sullaði niður kókinu sem ég var að drekka. :( En samt yndislegt lag, frábærlega sungið og viðlagið er viðbjóðslega grípandi.

**** af *****

7. A Man and A Woman

Kassagítarlag, mjög flott og textinn er fínn, um ástina eins og svo margir textar þeirra. Svolítið poppað lag samt en það er samt fínt.

*** af *****

8. Crumbs From Your Table

Flott lag, gítarinn er alveg að meika það þarna. Ég get hlustað á það aftur og aftur, sérstaklega fíla ég þetta textabrot; “Where you live should not decide
Whether you live or whether you die..”
Virkilega fallegt.

**** af *****

9. One Step Closer

Mjög flott lag, rólegt og bara.. ahh.. gott að kúra með heitann kakóbolla í norskum fjallakofa eftir 10 klukkutíma skíðaæfingu. Þetta er yndislega fallegur texti. Varð bara að setja hann í heild sinni hérna inn.

Texti;

I’m ‘round the corner from anything that’s real
I’m across the road from hope
I’m under a bridge in a rip tide
That’s taken everything I call my own

One step closer to knowing
One step closer to knowing

I’m on an island at a busy intersection
I can’t go forward, I can’t turn back
Can’t see the future
It’s getting away from me
I just watch the tail lights glowing

One step closer to knowing
One step closer to knowing
One step closer to knowing
Knowing, knowing

I’m hanging out to dry
With my old clothes
Finger still red with the prick of an old rose
Well the heart that hurts
Is a heart that beats
Can you hear the drummer slowing

One step closer to knowing
One step closer to knowing
One step closer to knowing
To knowing, to knowing, to knowing


**** af *****


10. Orignal Of The Species

Fallegt lag, í raun ekki bara fallegt, heldur yndislega fallegt. Það fyrsta sem maður tekur eftir er píanóið. Mér finnst líka frábært þegar að kassagítarinn er settur hærri en rafmagnsgítarinn, það er bara kúl þegar að rafmagnsgítarinn er eitthvað að grugga meðan að kassagítarinn spilar mjög fallega.

**** af *****



11. Yahweh

Mér finnst þetta ofsalega kúl nafn. Flott lag, flottur texti, sem að er svo fallegur að ég verð að setja hann allan inn.

Take these shoes
Click clacking down some dead end street
Take these shoes
And make them fit
Take this shirt
Polyester white trash made in nowhere
Take this shirt
And make it clean, clean
Take this soul
Stranded in some skin and bones
Take this soul
And make it sing

Yahweh, Yahweh
Always pain before a child is born
Yahweh, Yahweh
Still I’m waiting for the dawn

Take these hands
Teach them what to carry
Take these hands
Don’t make a fist
Take this mouth
So quick to criticise
Take this mouth
Give it a kiss

Yahweh, Yahweh
Always pain before a child is born
Yahewh, Yahweh
Still I’m waiting for the dawn

Still waiting for the dawn, the sun is coming up
The sun is coming up on the ocean
This love is like a drop in the ocean
This love is like a drop in the ocean

Yahweh, Yahweh
Always pain before a child is born
Yahweh, tell me now
Why the dark before the dawn?

Take this city
A city should be shining on a hill
Take this city
If it be your will
What no man can own, no man can take
Take this heart
Take this heart
Take this heart
And make it break


Frábært lag, frábær endir á frábærum diski.

**** af *****

_________________

Heildareinkunn: ****1/4 af *****

Jæja, þá er þessu lokið. 49 mínútur og 28 sekúndur af frábærri tónlist. Vona að ykkur hafi líkað greinin og það sem meira er og mikilvægara, diskurinn. Ef þið hafið ekki fjárfest í honum eða nálgast hann á internetinu gerið það STRAX! :)

kv. datoffy