Rokksveitin með stóra hjartað snýr aftur! Fyrir rúmu ári kom New Jersey hljómsveitin LET IT BURN til Íslands og spilaði sig inn í hjörtu viðstaddra með sveittu og upplífgandi rokki sínu. Það er eitthvað við þá sem gefur frá sér notalega strauma og sér til þess að öðrum líði býsna vel í augnablikinu. Eiginleiki sem sárlega vantar í mörg rokkbönd nútímans. Ekkert egó hér og engin vitleysa, bara góðar stundir og metnaður til að skemmta sér og öðrum.
Það verður seint sagt um LET IT BURN að þeir séu tilgerðarlegir og að rembingur sem og stjörnustælar einkenni þá.
Þeir eiga allan þann góða hróður sem þeim fylgir svo sannarlega skilið. Og allt sem þeim hefur áskotnast er ekki að ástæðulausu því að duglegri og vinnusamari hljómsveit finnur þú varla.
Mikið verður ljúft að heyra í þeim og sjá aftur. Tökum aftur vel á móti þeim og jafnvel enn betur í þetta skiptið því að þeir spila í Reykjavík helgina 26. til 27. nóvember! Tónleikarnir 27. verða á Grandrokk og þann 26. í TÞM og þar verður að sjálfsögðu ekkert aldurstakmark.

Let it burn voru að gefa út nýja plötu sem ber heitið “The Expanding Universe.” Og hefur hún hlotið góða dóma víðsvegar “This is really creative, cerebral punk rock with TONS of melody, emotional punch, catchy bits, and an overall pleasantly dynamic and powerful vibe.”

Kapparnir verða væntanlega með plötuna ásamt eldra efni sveitarinnar til sölu á tónleikunum.

Annars bendi ég á heimasíðu sveitarinnar þar er hægt að nálgast upplýsingar um bandið og hala niður lögum í mp3 formati.


Föstudagurinn 26.nóv
Tónlistaþróunarmiðstöðin úti á granda
1000.-kr og tónleikarnir byrja klukkan 19:00

LET IT BURN
Þórir
Hölt hóra
Future future
Vera

Laugardagurinn 27.nóv
GRAND ROKK Kl. 22:00 800 kr inn
LET IT BURN
Botnleðja
Ceres 4
Hoffman


lifið heil.