Jæja klukkan er 1:00 og ég var að koma heim af Placebo tónleikum og eina orðið sem ég get sagt er “vá” þvílík snilld þvílíkur kraftur þvílíkur söngur þvílíkt bara. Ekki voru þeir að halda tónleika fyrir 10000 manns nei bara í litlum klúbbi niðrí bæ og já ég held að það hafi verið 100 manns eða svo og þvílík stemming. Það vill svo til að ég er nú ekki mikil rokk manneskja fyrirgefðið mér rokk hugar en ég ákvað að slá á þráðin og skella mér á Placebo tónleika útaf einu, eina hlutanum sem ég fíla við hljónsveitina er söngvarinn og textar hljónsveitarinnar sem mér finnst súper fullkomnir textar. Ég fékk að heyra 15 lög eins og you don´t care about us, without you i´m nothing, pure morning, every you every me og svo eiginlega mitt uppáhaldslag eftir tónleikana Special K og söngvarinn vildi taka það framm á tónleikunum að þetta var ekki lag um körnflexið. Well þeir spiluðu í stanslausan 1 og hálfan tíma án þess að taka 5 mín pásu það kalla ég GOTT!!! Þeir náðu svo sannarlega til allra og já líka til mín sem mér fannst skrýtið og já eitt en sem toppaði kvöldið svo sannarlega að þegar ég kom og var að sötra á bjór var spilað Sigur Rós sem mér fannst mjög skrýtið en þá fór ég að hugsa Sigur Rós er orðin það fræg að í Winnipeg í Canada eru þeir spilaðir. Og núna held ég að ég fari bara rakleiðis útí búð á morgun og kaupi mér eitt stykki Placebo disk áður en ég kem heim, ég vona líka að þeir kíkji á klakann og leyfi ykkur huga rokkurum að heyra kraftinn og allan Placebo pakkan sem er rétt út sagt hrein og bein snilld.