Saga Green Day Hér kemur smá grein um hljómsveitina Green Day en hana skipa.

Billie Joe Armstrong - Gítar og söngur
Mike Dirnt - Bassi og bakraddir
Tré Cool - Trommur

Um meðlimina:

Billie Joe - Billie Joe var yngstur 6 systkina og ólst upp í Kalifornia, pabbi Billie Joe dó úr krabbameini þegar Billie Joe var aðeins tíu ára gamall. Hann byrjaði mjög snemma að syngja og fór oft á spítala og söng til að gleðja sjúklingana, en hann söng í fyrsta skipti inná plötu þegar hann var 5 ára. Hann fékk fyrsta gítarinn sínn 11 ára og það var Stratocaster en hann notar Stratocaster enn í dag.
Billie Joe getur líka spilað á trommur, píanó, harmonikku og mandólín.
Fyrri Hljómsveitir: Pinhead Gunpowder, Blatz, Rancid, the Lookouts, Goodbye Harry, Corrupted Morals

Mike Dirnt - Mike Dirnt eða Michael Pritchard eins og hann heitir réttu nafni var fæddur af heróín fíkli og var hann því tekinn til ættleiðingar. Mike kynntist Billie í 5.bekk og þegar hann var 15 ára leigði hann herbergi í húsinu hliðiná Billie Joe
Mike Dirnt getur líka spilað á trommur og gítar.
Fyrri Hljómsveitir: The Frustratos, Screeching Weasel, Crummy Musicians og Squirtgun.

Tré Cool - Tré Cool heitir fullu nafni Frank Edwin Wright III og því er ekkert skrýtið að hann sé með nickname. Tré kom síðastur í Green Day eða þegar að Al Sobrante hætti í hljómsveitinni.
Tré getur líka spilað á gítar.
Fyrri Hljómsveitir: The Lookouts, Samiam

Saga Hljómsveitarinnar.

Æskuvinirnir Billie Joe Armstrong og Mike Dirnt stofnuðu hljómsveitina Sweet Children 14 ára enn undir því nafni gerðu þeir demó (veit ekki betri þýðingu á EP disk en demó) sem hét einfaldlega “Sweet Children”. Þegar þeir voru 17 ára gekk trommuleikarinn Al Sobrante til liðs við þá og þeir ákváðu að breyta nafninu í Green Day. Sama ár gáfu þeir út demóið “1000 Hours” sem var vel tekið af staðar punk heiminum. Þetta varð til þess að sjálfstætt starfandi útgáfufyrirtæki á staðnum )Lookout! Records) gerði samning við þá og undir því merki gáfur þeir út diskinn “39/Smooth” en stuttu eftir útgáfuna hætti Al Sobrante í Green Day og Tre Cool tók við af honum og hefur verið síðan.
Í byrjun tíunda áratugarins voru þeir kommnir með nokkuð gott orðspor sem varð enn betra þegar annar diskurinn þeirra, “Kerplunk” var gefinn út, ég man ekki alveg hvort það var 1991 eða 92, en sá diskur inniheldur lagið “Welcome To Paradise”.
Gríðarlega góðar viðtökur “Kerplunk” í underground tónlistarheiminum varð til þess að stóru útgáfufyrirtækin fóru að sýna Green Day áhuga og á endanum skrifuðu þeir undir samning við Reprise.

Vorið 1994 gáfu Green Day diskinn “Dookie” út en það er fyrsti stóri diskur þeirra.
MTV byrjaði að spila smáskífuna “Longview” en það hjálpaði disknum að verða gríðarlega vinsæll og hann varð stöðugt vinsælli eftir því sem leið á sumarið og önnur smáskífa “Dookie” “Basket Case” var í fimm vikur á toppi bandaríska rokkvinsældalistans.

Undir lok sumarsin stálu Green Day senunni á Woodstock hátíðinni og við það seldist diskurinn enn meira og smáskífa nr 4. “When I Come Around” (trúlega frægasta lag Green Day) sat á toppi bandaríska listans í sjö vikur.
Þetta var því gríðarlega gott ár fyrir Green Day en þeir fengu Grammy verðlaun fyrir “Best Alternative Music Performance”, ekki slæmt fyrir fyrsta stóra disk hljómsveitar en um þetta leyti hafði “Dookie” selst í yfir 5 milljónum eintaka í Bandaríkjunum en er núna búinn að seljast í yfir 11 milljónum eintaka um allan heim.

Green Day voru ekki lengi að gefa út næstu plötu en “Insomnic” kom út haustið 1995, en um sumarið hafði lagið “J.A.R” komist á topp bandaríska rokklistans, “Insomniac” gekk ágætlega og komst í annað sæti á bandaríska vinsældarlistanum og seldist í 2 milljónum eintaka fyrir haustið 1996 en samt náði enginn af smáskífunum eins miklum vinsældum eins og smáskífurnar á “Dookie” gerðu.
Vorið 1996 aflýstu Green Day evróputúr sínum sökum þreytu og fóru þess í stað í stúdió að semja efni fyrir diskinn “Nimrod”.

“Nimrod” seldist í 80.000 eintökum fyrstu vikuna og diskurinn fór í 10 sæti á Billboard listanum. Fyrsta smáskífa disksins, “Hitchin A Ride” fékk mikla spilun á MTV og fór í fimmta sæti á vinsældarlistanum en næsta smáskífa af “Nimrod” er eitt þeirra frægasta lag eða “Good Riddance (Time Of Your Life)”, lagið fór í 2 sæti á vinsældarlistum.
“Nimrod” er sá Green Day diskur sem hefur selst minnst eða í 2 milljónum eintaka en hann fékk samt mjög góða dóma og er af mörgum talinn vera besti diskur Green Day.

Á þessum tíma voru Green Day orðnir frægir fyrir frábæra tónleika sem varð til þess að þeir unnu Kerrang verðlaunin fyrir “Best Live Performance”.

Eftir nærri tveggja ára pásu frá hljómsveitinni fóru þeir Billie Joe, Mike Dirnt og Tre Cool í stúdío árið 1999 og byrjuðu að vinna að nýjum disk en þetta var fyrsti diskur Green Day sem þeir pródoseruðu sjálfir en diskurinn fékk nafnið “Warning” og fyrsta smáskífan var “Minority” sem náði miklum vinsældum og 4 vikum eftir útgáfu lagsins fór það á topp Billboard listans.
“Warning” náði töluverðum vinsældum en mörgun fannst þeira fara of langt frá Punk rótum sínum og margir aðdáendur eru á því að þetta sé slakasti diskur þeirra en að mínu mati er þetta ágætist diskur en dáldið öðruvísi en aðrir Green Day diskar.

Árið 2001 gáfu þeir út diskinn “Inernational Superhits” en sá diskur innihélt 21 lag og þaraf voru 2 ný, “Maria” og “Poprocks & Coke” en diskurinn fékk góðar viðtökur enda allt saman frábær lög á honum þó að nýju lögin náðu ekki miklum vinsældum

Árið 2002 kom út diskurinn “Shenanigans” sem er B-diskur, en þar sem ég hef ekki heyrt þenna disk ætla ég ekk að skrifa um hann.

Fljótlega eftir að þeir gáfu út “Warning” fóru þeir aftur í stúdió til að taka upp nýjan disk, þegar þeir voru búnir að gera fullt af demóum fyrir plötuna lentu þeir atviki sem t.d. U2 þekkja vel, öllum lögunum var stolið og hafa ekki enn fundist. Þarna héltu margir að þetta væru endalok Green Day enda ekkert gríðarlega skemmtilegt að vera búinn að vinna að einhverju í marga mánuði og þurfa síðan að byrja aftur á byrjunarreit.

Mike Dirnt bassaleikar var þó ekki alveg á því að gefast upp og hann samdi 30sek lagabút sem hann sendi áfram til Tre Cool og Billie Joe sem bættu sitthvorum 30sek við og úr varð diskurinn “American Idiot” sem að mínu mati og margra annarra langbesti diskur ársins og að sjálfsögðu besti diskur Green Day. “American Idiot” er eiginlega punk/rock ópera með tveimur lögum sem eru 9mínútur á lengd.
Diskurinn byrjar á titillaginu og fyrstu smáskífunni “American Idiot” sem flestir ættu að hafa heyrt og á eftir því komas svo 12 snilldar lög.

Lögin á disknum segja sögu af 3 persónum, Jesus Of Suburbia sem er unglingur fastu í dópheiminum, St.Jimmy sem ýtir Jesus Of Suburbia endanlega útí ruglið í laginu “Give Me Novacaine” og síðan Whatsername.
Diskurinn fór beint á topp Billboard listans í Bandaríkjunum og fær allstaðar hrós gagnrýnanda og hefur t.d. “Total Guitar” tímartitið ásamt www.ign.com kosið þetta einn besta disk allra tíma.
Ég mæli með að allir fari og kaupi þennan disk

Helstu heimildir:
www.greenday.com
www.greenday.net