ROKK Í M.H. Í kvöld(þriðjudagurinn 26.okt) Kanadíska harðkjarnapönksveitin Comeback Kid mun spila í Norðurkjallara MH í kvöld kl. 20, en sveitin er, að sögn rokkfróðra, í fylkingarbroddi mikillar uppsveiflu sem hefur átt sér stað síðastliðin ár í harðkjarna- og pönkgeiranum í Kanada. Þykja þeir sameina smekklegar laglínur og samhljóma á hárréttum stöðum auk ómótstæðilegra danskafla, hraðra takta og vel staðsettra hryntakta. Comeback Kid hefur náð miklum vinsældum víða um heim á stuttum ferli og eru þeir félagar þekktir fyrir afar kraftmikla sviðsframkomu.

Auk Comeback Kid koma fram sveitirnar I Adapt, Hölt hóra og Lada Sport.

Miðaverð er 1000 krónur og EKKERT aldurstakmark!