Sex Pistols Ég las hér eina lélegustu grein í heimi um þá, þannig að ég ákvað að skrifa eina svo fólk gæti lesið um þessa snilldar hljómsveit.

Pönk hljómsveitin Sex Pistols var stofnuð árið 1975, meðlimir hennar hittust fyrst í gegnum búðina boutiqu (fatabúð), gítarleikarinn Steve Jones, trommuleikarinn Paul Cook sem voru fastagestir og síðan bassaleikarinn Glen Matlock sem vann í búðinni. Söngvarinn John Lyndon sem seinna átti eftir að verða Johnny Rotten var spurður hvort hann vildi vera í hljómsveitinni eftir að hann kom einn daginn í búðina. Umboðsmaður Sex Pistols átti þessa búð og það var hann sem setti hana saman ( Malcolm MacLaren), þannig að það er hægt að segja að hljómsveitin var stofnuð í kringum búðina. Hljómsveitin spilaði hrátt rokk og ról og Rotten söng um stjórnleysi, ofbeldi, fasisma o.s.frv. Rotten setti markið fyrir hljómseitina.
Þetta var árið 1976. Hljómsveitin vakti fljótlega verðskuldaða athygli og gaf fljótlega út ,,singulinn´´ “Anarchy in the U.K.” sem varð til þess að E.M.I sagði upp samningi við þá. Rotten rak bassaleikarann Matlock úr hljómsveitinni og bað vin sinn Sid Vicious að ganga í hljómsveitina sem bassaleikari. Sid sem hafði verið þeirra harðasti aðdáendi kunni ekki einu sinni á bassa en hann sló til og varð stjarna á einni nóttu. Ekki fyrir góðan hljóðfæraleik heldur fyrir ,,tryllta´´ framkomu.
Sex Pistols gáfu næst út lagið “God Save the Queen” og var það plötufyrirtækið Virgin sem gaf það út. Það náði að komast á vinsældarlistanum og þegar það gerðist þá kom ekkert nafn á listan, það var bara eyða. BBC neitaði að flytja lagið.
Það var árið 1977 sem hljómsveitin gaf út sína fyrstu og einu plötu, Never Mind the Bollocks, Here's the Sex Pistols. Þessi plata er ekkert annað en hrein snillt. Öll lögin eru frábær. Þriðja lagið til að ná top tíu í Bretlandi var lagið Holidays in the Sun sem er fyrsta lagið á disknum. Þarna er líka lag um plötufyrirtækið E.M.I. sem er alveg frábært eins og öll lögin.
Við upptökur á plötunni þá gat Sid ekkert spilað því hann mætti til upptöku of drukkinn. Hljómsveitin fór því á þá leið að fá Matlock til að spila inná plötuna.
Þetta ár þá kynntist Sid amerískugrúpíuni Nancy sem var heróinfíkill. Sid varð yfir sig ástfangin af þeim báðum. Hann hóf að sukka ótæbilega og var í raun stjórnlaus og það var einmitt sem gerði hann af stjörnu og reyndu allir vinir Sid´s að losa hann úr þessari fíkn hans bæði á konunni og dópinu en ekkert gekk.
Sex Pistols fóru að túra um Bandaríkinn í byrjun árs 1978. Það var ekki langur túr, 14 dagar. Var dópneysla Sid´s gríðarleg hann sukkaði allann tíman en hinir í hljómsveitinni héldu að þeir gætu minkað neysluna því Nancy var ekki með. Var það einmitt neysla hans sem spilaði stórt hlutverk í því að hljómsveitin hætti eftir þennan túr. Hann og Rotten héldu saman til London en Rotten gafst fljótlega uppá Sid og skildu því leiðir.
Sid fluttist til New York seinna það ár með Nancy. Í október mánuði fannst Nancy stungin inná hótelherbergi þeirra. Syd játaði á sig morðið og var hantekinn, honum var þó sleppt gegn tryggingu nokkru síðar sem plötufyrirtæki hans borgaði. Hann reyndi sjálfsmorð með rakvélablöðum nokkrum dögum síðar og var lagður inn. Í desember það ár var hann aftur hantekinn fyrir að ráðast á vin sinn með flösku. Honum var slept í febrúar það ár, strax og honum var slept fékk hann sér heróin og strax um kveldið fékk hann sér meira heróin og dó af orsökum þess.
Eftir að Sex Pistols hættu þá kom þó gríðarmikið magn af upptökum og myndefni af þeim sem hjálpaði til við að gera þá að ódauðlegum stjörnum sérstaklega Sid.
Sveitin kom aftur saman á 20 ára afmæli sínu með upprunalegu meðlimum sínum og fóru á hljómlekaferðalag um heiminn og gáfu út Live disk það ár.
Þrátt fyrir að vera aðeins starfandi í tvö ár og gefa aðeins út einn disk á meðan þeir voru starfandi þá höfðu Sex Pistols gríðar áhrif á pönk- og rokktónlist í mörg ár á eftir og er t.d. grunge stefnan uppspretta þess.