MetallicA Árið 1981, þann 28 október gerði Lars Ulrich, James Hetfield tilboð sem hann gat ekki hafnað: “Ég er með lag fyrir hljómsveitina mína hjá nýja útgáfufyrirtæki Brians Slagel, Metal Blade.” Sannleikur var nú samt að Lars Ulrich hafði enga hljómsveit, en hafði hana þegar að Hetfield kom. Fyrsta lagið þeirra tveggja var tekið upp á ódýra upptökuvél, þar sem James var söngvari, rythma gítar og bassi. Lars lamdi húðirnar, og var “manager” hljómsveitarinnar. Seinna tókst Hetfield að sannfæra vin sinn og herbergisfélaga Ron McGovney um að verða bassaleikari og Dave Mustaine tók stöðu lead gítars. Þeir tóku fljótt upp nafnið Metallica eftir ábendingu frá vini þeirra Ron Quintana, og fljótlega eftir það byrjuðu þeir að spila í Los Angeles og voru að hita upp fyrir hljómsveitir einsog Saxon. Þeir tóku upp demo-tape sem heitir “No Life till Leather”(ekkert líf fyrir leðrið fyrir þá sem ekki eru vel að sér í engilsaxnesku). Demotapeið þeirra var vinsælt í neðanjarðarheimum og varð strax eftirsótt vara í Metalundirheimum San Francisco og New York. Metallica hélt 2 tónleika í San Francisco og fannst betra að spila þar en í LA. Þeir fundu Cliff nokkurn Burton í San Francisco og buðu honum að vera með en Cliff vildi ekki yfirgefa San Francisco og sannfærði Metallica menn um að flytja sig um set og Cliff kom í staðinn fyrir Ron McGovney. Í New York var afrit af “No Life Till Leather” kominn í verslanir búðarinnar Metal Heaven sem Jon Zazula rak. Hann bauð Metallica að koma til New York og spila og taka upp plötu og þeir stálu einhverju U-Haul(ef einhver veit hvað það er endilega látið mig vita). Á þeim tíma varð Dave Mustaine ofbeldis- fyllri en þessir ungu menn höfðu gert ráð fyrir. Hann var rekinn og Kirk Lee Hammett var fenginn og 1. Apríl 1983 gekk hann til liðs við Metallica. Fyrsta platan þeirra, Kill'Em All, sem innihélt lagið Seek And Destroy(sem ég held að sé frægast af þeirri plötu) var gefinn úr seint árs 1983 og þeir túruðu um Bandaríkin og Evrópu. Eftir Kill ‘Em All voru þeir frægari og árið 1984 flugu þeir til Köben í Sweet Silence Studios hjá Flemming Rasmusen, að taka upp Ride The Lightning sem innihélt snilldarlögin Fight Fire With Fire, Fade To Black, For Whom The Bell Tolls og The Call of Ktulu. Eftir þá plötu sannaði Metallica sig sem snilldarhljómsveit, sem þeir hafa nú alltaf verið. Þeir túruðu nú grimmt um heiminn og nú var orðstír þeirra orðinn mikill, þeir voru þekktir um allan heim núna. Árið 1985 komu þeir aftur til heimalands Lars Ulrichs og tóku upp meistarastykkið Master of Puppets, sem innihélt lögin Master of Puppets, sem fjallar um fíkn(heróínfíkn held ég), Battery, Welcome Home(Sanitarium), The Things that shouldn’t be meðal annars. Eftir útgáfu Master of Puppets tryggðu þeir sér túr með Ozzy Osbourne og komust á Topp 30 listann yfir söluhæstu plötur í Bandaríkjunum, í 29. sæti, á þeim tíma urðu þeir nálægt upphaflegu markmiði - Heimsfrægð. En 27. September 1986, varð heimsbyggðin og mannkynið allt fyrir gífurlegu áfalli. Einhvers staðar í litlu landi sem heitir Svíþjóð sem er frægt fyrir Generals Snus, Hokkí og ljóshært fólk fór rúta Metallica útaf veginum og Cliff Burton lést. Áhrif hans á tónlistarvöxt Metallica var gífurlegur. Hann var mikill spekingur og sameinaði Metal og heimspeki(eiginlega :) saman, og James, Lars og Kirk voru alveg niðurbrotnir af sorg, en ákváðu þó að halda áfram því þeir vissu að Cliff Burton vildi að þeir héldu áfram. Áheyrnapróf voru haldinn og ekki var Hetfield ljúfur í þeim. Hann öskraði á fólk “út!” ef þeim líkaði ekki við það sem þeir voru að spila, af 40 sem reyndu fyrir sér(þar á meðal var víst “besti” bassaleikari heims, Les Claypool, en hann komst ekki inn) var Jason Newsted valinn, sem var þá í hljómsveit sem hét/heitir Flotsam & Jetsam sem gaf út tvær plötur, hann spilaði kveðjutónleika með þeim 31. október árið 1986 og þá gekk hann loks til liðs við Metallica. Eftir að þeir fengu bassaleikara fóru þeir að túra, og eftir það var gefinn út platan Garage Days Re-Revisited(því þeir unnu að plötunni í bílskúrnum heima hjá Lars Ulrich.) Með Jason virkan í bandinu fóru þeir í stúdío með Flemming Rasmussen, en í þetta skipti var hún ekki tekinn upp í Köben heldur LA og þetta var seinasta plata Flemmings með Metallica. Platan fékk nafnið …And Justice for All og inniheldur eitt af bestu lögum Metallica fyrr eða síðar, One og einnig lögin Blackened og The Shortest straw til dæmis. En þó að þeir höfðu bassaleikara þá var nánast alveg lækkað niður í bassanum á þessari plötu, og Newsted minnist þess að það var það versta sem James, Lars og Kirk gerðu honum(og þeir gerðu honum margt.) Platan er engu að síður fáránlega góð og náði 6. sæti á bandaríska plötulistanum, fékk Grammy tilnefningu(bandarísku tónlistarverðlaunin) fyrir besta Metal bandið. Einnig voru þeir án efa á hátindi frægðar sinnar á þessum tíma. Þeir spiluðu á tónleikum sem hétu “Monsters of Rock” og þótt ótrúlegt megi virðast þá var Van Halen aðalnúmerið en þeir voru púaðir af sviði og Metallica varð aðalnúmerið. Á þeim tíma ákváðu þeir að gera tónlistarvideo, þó One lagið var eitt af mest “antivideo” efni síns tíma. Til að kynna plötuna túruðu þeir um heiminn og …and justice for all gaf af sér tvo singla í Bandaríkjunum og fyrsta “leikna” myndband Metallica, One. Platan Metallica(eða black album einsog sumir kjósa að kalla hana) kom út árið 1991 og það var fyrsta platan sem Bob Rock tók upp með þeim. Þessi plata var tímamótaplata því á þessari plötu voru styttri lög, betra hljóð og auðveldari útsetning. Yfir allan heim skaust platan í fyrsta sæti og var þar í nokkrar vikur og seldist alls í fimmtán milljón eintaka. Einnig unnu þeir Grammy og MTV tónlistarverðlaun. Bandið túraði núna nánast stanslaust í þrjú ár, og nú voru komnir tónleikar til heiðurs þeim, “An Evening With Metallica” ásamt Guns n'Roses og þau spiluðu saman á mörgum hátíðum. Um byrjun 1994 voru meðlimir Metallica bæði andlega og líkamlega úrvinda og þeir tóku pásu fram að sumri 1994 en þá spiluðu þeir á svokölluðum Summer Shed (en á þeim túr voru þeir með hljómsveit sem kallaði sig Suicidal Tendencies og í þeirri hljómsveit var Robert Trujillo)en eftir það var lítið sem þeir gerðu svo að þeir fengu hvíld í u.þ.b 2 ár. Platan Load kom út 4. júní árið 1996, sem var lengsta Metallica platan þar til St. Anger kom. Load var stór breyting frá fyrri Metallica plötum. Þessi plata þykir aðeins rólegri en aðrar Metallica plötur. Hún varð í efsta sæti á bandarískum vinsældarlistum þó undirtektir voru nú heldur dræmar og gagnrýnendur ekki sáttir. Þeir tóku upp svo mikið af lögum fyrir Load að ári seinna kom platan Re-Load(lenti einnig í fyrsta sæti á vinsældarlistum í Bandaríkjunum) út sem er B-hliðar diskur(Hugsið ykkur ef lög einsog Fuel, the Memory Remains, Devils Dance og Unforgiven II hefðu verið á Load og enginn Re-Load komið út hvað platan hefði verið endalaust góð). Til að auglýsa plöturnar fóru þeir í “Load” Tónleikaferðalag og það ferðalag var víst magnað, áhættuatriði voru, tvö svið og meira en tveir tímar af Metallica var á boðstólum. Þó að Load gæti aldrei jafnað sölutölur Black Album er platan vinsæl á sinn eigin máta.Árið 1998 var svo endurgefinn úr Garage days diskurinn frá 1987 ásamt 11 nýjum lögum, m.a. lögin Whiskey in the jar, Die Die My Darling og Turn the Page, og sá diskur hlaut nafnið Garage Inc.(það var valið úr nöfnum einsog In Garage we trust, Four Guys-One Garage og Garageathon). Platan fylgdi samt ekki á eftir Black Album, Load og Re-Load(ss fór ekki í efsta sæti í USA). Nú árið 1999 ræddu liðsmenn Metallica við Michael Kamen, hljómsveitar-stjóra San Francisco sinfóníunnar um að Metallica og sinfónían myndi spila saman á tvennum tónleikum og sameina þarmeð tvær snilldir í tónlistinni. Áhorfendur í Berkley Community Theater í San Francisco voru fjandi ánægðir með tónleikanna, sum lög fengu meiri kraft með sinfóníunni, og urðu miklu betri. Einnig mörkuðu þessir tónleikar tímamót í sögu Metallica. Svo voru tónleikarnir gefnir út á plötu, og einnig voru þeir gefnir úr á DVD og VHS, en þessi plata náði öðru sæti á vinsældarlistum í Ameríkunni. Sumarið 2000 fór Metallica í Summer Sanitarium túr og áhorfendur og aðdáendur Metallica biðu spenntir eftir næstu plötu. En biðin breyttist í ótta um það að Metallica myndi hætta þegar að, eftir nokkra orðróma þá hætti Jason Newsted í hljómsveitinni þann 17. janúar 2001, margir segja(og ég held að það sé rétt) að hann hætti vegna þess hversu illa var farið með hann. Það sem þeir gerðu við hann var að það hræðilegasta sem Jason fannst að bassinn var nánast útilokaður af …and justice for all, einnig fóru liðsmenn Metallica oft út að borða á fínustu veitinga-stöðunum og pöntuðu besta matinn og fínustu vínin, en þegar reikningurinn kom þurfti Jason að borga brúsann. Einnig var Jason oft vakinn um miðja nótt á hóteli þegar þeir voru á tónleika-ferðalagi og hann vaknaði við hnefa Hetfields og honum var hent allsberum útá gang og fötunum hans hent útum gluggann, og hann fékk ekki að taka þátt í að semja nema þrjú Metallica lög(en það eru Blackened, My Friend of Misery og Where the wild things are). Seinna játaði Hetfield í viðtali að hann var aðalmaðurinn á bakvið þetta og sagði að þetta hefði verið virkilega brutal. En vitnað í meðlimina um Jason: James Hetfield: “Playing with someone who has such unbridled passion for music will forever be a huge inspiration. On stage every night, he was a driving force to us all, fans and band alike. His connection will never be broken.” Lars Ulrich: “We part ways with Jason with more love, more mutual respect, and more understanding of each other than at any other point in the past. James, Kirk and I look forward to embracing the next chapter of Metallica with both a huge amount of appreciation for the last 14 years with Jason and the excitement of rising to the challenges that lay ahead to make Metallica shine brighter than ever.” Kirk Hammett: “Jason is our brother. He will be missed.” Hljómsveitin ákvað að senda James Hetfield í meðferð vegna eiturlyfjaneyslu og áfengissýki, og láta hann hvíla sig vegna bakverkja sem voru að fara með hann. Þeir komu svo aftur saman um vor 2002, endurnærðir eftir hvíldina og ákváðu að þeir voru loksins tilbúnir að gera nýja plötu en þá vantaði bassaleikara en þeir komust svo að þeirri niðurstöðu að Bob Rock myndi spila bassann á væntanlegri Metallica plötu, St. Anger, sem fékk heitið af trú Kirks Hammet(en hann er St. Christophers trúar) og reiði James Hetfields sem hann var oft við það að springa af. Breytingin við þessa plötu er að enginn gítarsóló eru, platan er hörð, Hetfield var ekki einn að semja texta og allir komu að lögunum, ekki Hetfield og Ulrich einsog mörg ef ekki flest Metallica lög. Um haust 2002 ákváðu þeir að það væri nú betra að hafa bassaleikara. Fyrrum Suicidal Tendencies(sem þeir hittu á Summer Shed forðum daga, muniði?) og einnig var hann bassaleikari Ozzys Osbourne, Roberto Agustín Miguel Santiago Samuel Trujillo Veracruz, betur þekktur sem Robert Trujillo gekk til liðs við Metallica að fullu. Hann minnir aðdáendur Metallica á Cliff Burton því hann plokkar bassann með fingrunum. 1. Apríl 2003 var ég að hlusta á Radio-X. Þar heyrðist það að “eftir orðróma er loksins komið á hreint að James Hetfield, söngvari og gítarleikari Metallica er hommi!!!” Það þótti mikil undrun að þessi maður, maðurinn sem vinur minn miðaði karlmennsku sína við á yngri árum :P og einnig var hann nýbúinn að eignast barn með konu sinni, Francescu(þau eignuðust barn árið 2002 og tvö önnur árið 2000 og 1998). Ég veit ekki með ykkur en ég er ekki viss með það hvort hann sé hommi eður ei, hallast að því að hann sé ekki hommi. Platan St.Anger kom út í Júní 2003 og fylgdi Metallica, Load og Re-load á eftir og fór í fyrsta sæti bandaríska vinsældarlistann, og lagið St. Anger varð mjög vinsælt um allan heim, og myndbandið var tekið upp í San Quentin fangelsinu.
Krissi Rokkari !!