THE CURE Hér kemur smá grein um eina frábærustu hljómsveit sem uppi hefur verið.
The Cure eru eins og flestir vita er ,,alternative” rokk band en þeir blönduðu saman sterku rokki og allskonar hljóðum sem ekki var venjan í rokktónlist þegar Cure var að stíga sín fyrstu skref. Brátt eignuðust þeir fjöldan allan af aðdáendum um heim allan og urðu frægir fyrir þessa ,, einkennilegu” en samt flottu og fáguðu tónlist og ruddu þar með brautina fyrir marga gothic rokkara

Forsprakki hljómsveitarinnar var Robert Smith söngvari hljómsveitarinnar sem sópaði saman nokkrum bekkjarfélögum sínum í hljómsveitina á menntaskólaárum sínum. Þeir fóru strax að æfa og semja texta. Þeir fengu svo plötusamning út á lagið sitt Killing An Arab sem kom út sem smáskífa árið 1978, en það er að mínu mati algert snilldarlag, pönkað. Það kom svo út á breiðskífunni Three Imaginary Boys stuttu síðar og Boys Don’t Cry kom út 1980. En þess má einnig geta að þeir urðu mjög vinsælir í menntaskólaútvarpi og urðu þar með uppgötvaðir. Árið 1979 ,,túraði” svo hljómsveitin um Bretland spilandi sína flottu smelli eins og New Division og Wire. Þeir bættu svo við hljómborðsleikara fyrir plötuna 17 seconds.

Árin liðu og þeir ,,túruðu” um Evrópu og brátt bættust við plötur í hópin eins og Faith og Pornography en hún var þunglyndasta plata þeirra til þessa og fyrsta platan þeirra á top 10 listanum yfir plötur í Bretlandi. Árið 1982 fór tónsmíði The Cure að verða aðeins léttari og fjörugri sérstaklega með smellinum Let’s Go To Bed en einnig með Lovecats og The Jazzy. Let’s Go To Bed varð samt fyrsti vinsæli smellurinn í Bandaríkjunum á meðan The Latter komst á top 10 lista í Bretlandi yfir vinsælustu smáskífur.

Hljómsveitin hélt svo áfram að túra og plöturnar The Top og The Head On The Door komu út. En frægðin var rétt handan við hornið. Árið 1986 kom svo út safnplata (Staring At The Sea) með öllum smáskífum þeirra sem höfðu komið út en sú plata komst í topp 5 lista yfir vinsælustu plöturnar en í Bandaríkjunum varð hún gullplata. Þessi árangur ruddi leiðina fyrir þeirra frábæru plötu Kiss Me, Kiss Me, Kiss Me en með henni og Disintergration urðu þeir sífellt vinsælli og vinnsælli í Bandaríkjunum.

Árið 1992 kom svo út platan Wish og hún varð uppáhalds plata margra Cure-aðdáenda en hún inniheldur t.d. vinsæl lög eins og Friday I’m In Love og náði miklum vinsældum. Í kjölfar vinsælda Wish túraði svo hljómsveitin um allan heim og afraksturinn voru tvær live plötur Show og Paris. Árið 1996 kom svo út platan Wild Moods Swings en hún er mjög skemmtileg og ævintýraleg plata en á henni koma margir við eins og t.d. mexíkanskur trompetspilari, indversk orchestra og strengjahljómsveit.

Árið 2000 kom svo út platan þeirra Bloodflowers en það er þeirra ,,þroskaðasta” plata, hún er algjör snilld en því miður verður það væntanlega þeirra seinasta plata því þeir eru hættir eða eru að hætta en orðrómur er um að þeir muni spila á Hróarskeldu í sumar. Þeir áttu einmitt að spila þar síðasta sumar en gerðu það ekki vegna slysana á Pearl Jam tónleikunum en The Cure hefði átt að spila á eftir þeim ef allt hefði farið að óskum. Þeir eru sennilega að bæta það upp núna.
Ef þið hafið ekki kynnt ykkur tónlist þessarar frábæru hljómsveitar endilega gerið það núna!

Meðlimir The Cure eru; Robert Smith (söngur, gítar, bassi), Roger O’Donnel (hljómborð), Simon Gallup (bassi), Jason Cooper(trommur og önnur ásláttarhljóðfæri) og Perry Bamonte (gítar og bassi).

1979 - Three Imaginary Boys
1980 - Boys Don't Cry
1980 - Seventeen Seconds
1981 - Carnage Visors
1981 - Faith
1982 - Pornography
1984 - The Top
1984 - Concert: The Cure Live
1985 - The Head on the Door
1986 - Staring at the Sea: The Singles
1987 - Kiss Me, Kiss Me, Kiss Me
1989 - Disintegration
1990 - Mixed Up
1990 - Integration
1990 - Entreat (live)
1992 - Wish
1993 - Paris (live)
1993 - Show (live)
1996 - Wild Mood Swings
2000 - Bloodflowers