Reise, Reise Seemann Reise ! Brr…hvað það var kalt að bíða eftir að kaupa diskinn með bróðir mínum í gær, en það var þess virði !

Já fyrir þá sem eru ekki búin að ná titlinum á greininni þá er ég að fjalla um nýjasta meistarverk Þýsku-iðnaðarrokkaranna í Rammstein, Reise, Reise.

Diskurinn:
1. Reise, Reise (4:12):
Góð byrjun á disknum, gjörsamlega kemur manni í fíling. Mjög grípandi, finnst líka skemmtileg harmonikkan í endann á laginu. Till Lindemann er ákaflega góður söngvari, þó að fólk telji bara að hann tali mjög oft á tíðum.
Reise, Reise er lag sem býr mann undir þetta heilmikla meistaraverk.

2. Mein Teil (4:33):
Þetta ættu nú flestir að hafa heyrt í útvarpinu eða séð í sjónvarpinu. Lag sem fylgir fast á eftir Reise, Reise… en byrjar þó allt öðruvísi heldur en á td. smáskífunni.
Lagið byrjar á miklum krafti og er ákaflega grípandi enda er þetta fyrsta smáskífa Reise, Reise. Eins og margir heyrðu í fréttum fyrir stuttu um Þýska mannætu, þá fjallar lagið um það atvik, enda eru orðin “Den du bist, was du ist” sem þýða á íslensku “þú ert það, sem þú borðar”.

3. Dalai Lama (5:39):
Lagið byrjar heldur kraftlaust, þetta lag er svolítið veikt, nær litlu flugi, enda er þetta lag sem mætti keyra heldur meira á gítarnum en trommunum eins og fyrri lög.
Ég tel að þetta lag verði ekki smáskífa heldur lag sem verður bara látið kjurt.

4. Keine Lust (3:43):
Ég er mjög hrifinn af þessu lagi sökum kraftsins í öllum hljóðfærum. Lag sem lyftir plötunni upp á hærra plan enda er betri hluti hennar að fara að byrja. Þetta lag verður líklegast þriðjá smáskífa þessarar plötu.
Mjög öflugt lag, trommuleikur Schneiders er frábær. Mikið fjölbreyttari heldur en á fyrri plötum. Mjög gott lag í heild, engir veikir punktar. Schneider er mikið betri á þessari plötu heldur en á fyrri plötum, eins og td. Mutter þar sem hann var að mínu mati fremur einhæfur,mikið skemmtilegri á tónleikum þó.

5. Los (4:24):
Þetta lag finnst mér alveg geðveikt sökum þess að maður hefur aldrei heyrt Rammstein gera áður kassagítarlag, nema Wilder Wein sem kom út á smáskífu á Sehnsucht tímabilinu, ef mig minnir rétt.
En lagið hristir mikið upp í lagasmíðum Rammstein.
finnst þetta lag geðveikt, mikið “grúv” í gangi.
Þetta lag langar mig að sjá tekið á tónleikum.
Lagið fjallar um, ef þýskukunnáttan mín er ekki að gabba mig, þá sem hafa misst eitthvað td. heyrn, mál og fl.
Gott lag.

6. Amerika (3:47)
Önnur smáskífa Reise, Reise.
Enda er þetta mjög grípandi lag, eins og allt sem fjallar um BNA. Lagið fjallar um siði sem BNA er búið að dreifa um heiminn td. matarvenjum, fegurðarráðum, stjórnmálaskoðunum og stríð.
Eða eins og textinn segir “…Coca-Cola sometimes war…”
Lagið er skemmtilegt, þar sem maður hefur aldrei heyrt upphaflega útgáfu af Rammstein þar sem önnur tungumál en þýska koma fyrir.

7. Moskau (4:17):
Satt að segja þá finnst mér þetta lag vera allt of poppað fyrir Rammstein lag, minnir mig eilítið á T.A.T.U stúlknasveitinni. Hef lítið að segja um þetta lag smá mínus á plötunni. Hefðu frekar átt að láta Khiru Li Lindemann (skondin saga bakvið Lindemann nafnið.) syngja þennan part sem kemur á þessu “furðulega” tungumáli sem stúlkan unga syngur.
Finnst þetta lag of mikið popp.
Sæmilegt lag, en langt frá gæðum allra hinna.

8. Morgenstern (4:00):
Þetta lag finnst mér vera tær snilld, enda er minn maður Christoph “Doom” Schneider að fara á kostum í þessu lagi með skemmtilegum trommuleik.
Þetta lag grípur mig og er þetta einnig líklegt til að vera smáskífa númer þrjú.
Lagið endist líka vel, það er svona mistur yfir því allan tímann hvort það eigi ekki að lyftast upp, sem það gerir í endann.
Lag sem heldur mér spenntum allan tímann.

9. Stein um Stein (3:53):
Týpiskt lag sem gæti verið í bíómynd um geðsjúkan vísindamann sem er að finna upp blöndu til að eyða öllu mannkyni.
Byrjar ákaflega rólega en viðlagið er tær snilld.
Lagið róast þó niður aftur og verður aftur æst.
Enda heitir lagið á íslenskunni fögru “Grjót í grjót” og þá er ekki við öðru að búast.
Samt er þetta lag ekki bara skipulögð óreiða. Heldur melódíu mest allan tíma sem fer þó útí ágætist skemmtun þegar hljómborð sólóið kemur.
Ótrúlegt hvað hr. Lindemann er kraftmikill.

10. Ohne dich (4:32):
Nú er komið að rólega laginu, ákaflega fallegt lag.
Skemmtilegt hvað það má gera róleg þýsk lög, enda getur þetta tungumál verið alveg ylhýrt og hlýtt.
Þetta lag þarf kannski að meltast fyrir sumum, en vanir hlustendur lagsins Nebel sem er á Mutter ættu að kokgleypa þetta lag.
Þetta lag róar mann niður í lok disksins.
Ákaflega fallegt lag finnst mér.

11. Amour (4:51):
Annað rólegt lag á þessum disk en leiðist þó út í óreiðu og brjálæði. Lag sem virkar ákaflega slappt við fyrstu hlustun þó, en meltist mjög vel.
Lag sem minnir mig svolítið á kaldan vetur, hugmynd að myndbandi ;).
En lagið róast þó nokkuð niður eftir óreiðuna og fer aftur út í óreiðu.

Diskurinn í heild:
Reise, Reise er diskur sem ég er búinn að vera bíða eftir. Allur hljóðfæraleikur er mjög góður en stendur trommuleikurinn mest uppúr hjá honum Schneider.

Richard Z. Kruspe-Bernstein er aðal lagasmiður sveitarinnar og er aðalmaðurinn bakvið tónlistina þannig séð.

Paul Landers, dvergurinn knái er líka góður.
Spilar náttúrulega mestann rythma á plötunni þannig það er ekki hægt að setja neitt út á hann.

Christian “Flake” Lorenz er náttúrulega alltaf skemmtilegur á hljómborðinu, enda þvílíkur karakter.

Till Lindemann “syngur” mun meira á þessari plötu heldur en á þeim fyrri, og sýnir hvers hann er megnugur.

Oliver Riedel er fínn á bassanum, tek lítið eftir honum samt á plötunni, mikið betri á tónleikum.
En hann plokkar viðarfjölina sína traust á þessum disk.

Ég legg til að allir kaupi diskinn sem fyrst og leggi á hlustir…enda er hann í mjög svo eigulega hulstri.

Takk fyrir,
Gunnar Þ.