Sælir, sælar. Ég ákvað að senda þetta inná “greinar” vegna þess að þetta gæti kannski hjálpað
mörgum sem hafa áhuga á tónlist og líka þeim sem eru í hljómsveit. Þannig er með mál með vexti
að ég sjálfur hlusta mikið á klassískt rokk sem er alveg ókei en ég hef ákveðið að fara í aðeins
fjölbreytnari tónlist núna, eða bara fara að hlusta á meira en bara klassíska tónlist þótt ég geri það ekki bara en hlusta samt á fátt annað.


Ég las grein um Smashing Pumpkins, Siamese Dream, ég náði mér í diskinn og hlustaði hann og bara féll fyrir honum, ekkert skrítið að hljómsveit eins og Smashing Pumpkins hafi komist svona langt vegna þess að þau eru öll undir áhrifum frá hvorum öðrum eins og þið getið lesið í greinni um Smashing Pumpkins - Siamese Dream.


Ég fór um daginn með skólanum mínum í “Klink og Bank” sem er útí bæ. Ef þið vissuð ekki þá er
Klink og Bank er vinnustofa listamanna og tónlistarmanna, allir gátu séð hvað aðrir voru að gera. En já, maðurinn kynnti okkur fyrir staðnum og svoleiðis. Ég var ekki beint að fíla kannski öll þessi listaverk þarna en það var eitt sem hann sagði við okkur sem ég lærði af.


Hann sagði að það væri svo gott við þennan stað að allir séð hvað aðrir væru að gera því þá verða allir undir áhrifum frá því sem þeir eru að gera og svona.


T.d. hljómsveitir í dag sem hlusta bara á það sama, það er nú ekkert rosalega gott. Ef þú ert í
hljómsveit sem hlustar allir á eitthvað sitthvort þá eru allir undir áhrifum frá hvorum öðrum, ekki viljum við að allir í heiminum hlusti á sömu tónlist og séu allir alveg eins, það er það sem er svona gott við þennan heim, allir eru öðruvísi og ef þú ert undir áhrifum frá öðrum þá verður tónlistin mun skemmtilegri oft á tíðum.


Mig langaði svona að láta ykkur vita af þessu og svo ætlaði ég líka að spurja ykkur um einhverjar góðar MELÓDÍSKAR hljómsveitir sem ég get hlustað á. Ég er ekki að tala um þá eitthvað of djúpt, metal eins Cradle of filth eða hvað sem þeir heita eða eitthvað pönk, ekkert að ég sé á móti þessum tónlistarstefnum, hef bara hlustað á þá og fíla þær ekki. Ég er að tala um eitthvað sem er svona svipað Smashing Pumpkins eða eitthvað. Ég er að leita af einhverju sem er svipað “THE DANDY WARHOLS” og “The Smashing Pumpkins” og einhverju í þeirri átt. Líka góðu progressive rokki ;)


Hér getum við mælt með hljómsveitum og opnað aðeins tónlistarhuga okkar, endilega tjáum okkur aðeins hérna og skrifum um hljómsveitir sem okkur finnst góðar og hvað einkennir þær. :)


Nokkrar sem ég mæli með:

Cream - Smá sýru blús einhvernveginn, Jack Bruce söngur/bassi o.fl. með frábærar bassalínur, hann var mjög fjölbreyttur tónlistarmaður, spilaði á margt annað en bara bassa. Ginger Baker trommur, frábær trommuleikari, einn af þeim fyrstu sem notuðu 2 bassa trommur. Spilar mikið á djúpu trommurnar og bassa trommurnar, notar þær svona svipað mikið og snerilinn. Hann gerir tónlistina smá djúpa og skemmtilega. Eric Clapton gítar, voðalítið hægt að segja um hann nema að hann er frábær gítarleikari og er einn af þeim fyrstu sem byrjuðu að nota “wah-wah” petal.


Nick Drake - Sólóisti, grípandi/samt þunglynd jazz tónlist, með kassagítar, veit ekki alveg hvað það er hægt að flokka hann undir. Hann gaf út þrjár frábærar plötur áður en hann framdi sjálfsmorð. Tónlistin sem hann gerir er dálítið þunglynd. Það er synd að þessi frábæri textasmiður dó. Mæli eindregið með plötunni hans “Five Leaves Left” Þess má geta að íslenska hljómsveitin Leaves fengu nafnið sitt frá þessari plötu.


En já, endilega segið mér og öðrum hérna á huga.is/rokk frá einhverjum hljómsveitum, endilega skrifið hvað þetta er flokkað undir, þ.e.a.s. indie/trash metal/progressive rokk o.s.frv. svo maður sé ekki að ná í þetta á netinu og maður downloadar metal sem maður fílar bara ekki. :)


Og við skulum líka sleppa því að vera með einhver
skítköst hérna á hljómsveit sem aðrir fíla hérna, reynum að hafa gaman af þessu. :)