Wire 1977-1979 Wire er/var skipuð þeim Colin Newman (Söngur/Gítar) Bruce Gilbert (Gítar) Graham Lewis (Bassi) og Robert Gotobed (Trommur) og var hljómsveitin stofnuð í London árið 1976. Ætla ég að reyna skrifa eitthvað aðeins um þá og fyrstu þrjár plötur þeirra. Wire reis upp úr bresku punk senuni en hélt sér þó alltaf ákveðni fjarlægð frá henni, erfitt var að flokka tónlist þeirra sem einungis punk en hljómsveitin lagði mikla áherslu á tilraunamennsku og þróun tónlist sinnar. Sveitin átti eftir að breyta um ham á öllum þessum þremur plötur sem kæmu út á þessum árum og þegar nýjar hugmyndir voru ekki til staðar var bara einfaldlega tekin pása. Wire hafði verið að spila í Roxy klúbbnum í London en hann var “focus” punk senurnar þar í bæ, sveitin hafði upprunalega verið að spila þar sem fimm manna band, söngvarinn ávalt piss fullur og þeir kunnu lítið að spila og voru þá reknir út og sagt að koma aftur þegar þeir væru búnir að æfa sig eitthvað.

Snúa þeir svo aftur stuttu síðar með og núna sem fjögura manna sveit (þessir sem ég taldi upp í byrjun) Hitta þeir þar Mike Thorn sem vann hjá EMI og átti eftir að produce-era næstu þrjár plötur þeirra, en eftir að sveitir eins og Sex Pistols og The Damned meikuðu það voru plötufyrirtækin ólm í að reyna gera samninga við punk bönd, gaman að geta þess að EMI hafði einmitt rekið Sex Pistols stuttu áður. Mike fékk leyfi hjá sumum af böndunum sem spiluðu á Roxy til að taka þau upp og gefa það út á live disk, Live at the Roxy hét diskurinn og innihélt hann m.a. 2 lög með Wire, Lowdown og 12XU voru lögin en þau áttu bæði eftir að vera á frumraun þeirra, er þeir spiluðu á roxy hafði einn áhorfandin höskrað á þá “that's better, now louder and faster” og þau ráð skiluðu sér inná plötuna. Mike Thorn fékk þá til að gera samning við EMI og farið var strax í gerð fyrstu plöturnar áður en meðlimirnir fengu leið á efninu sem þeir voru búnir að semja en það átti eftir að vera mjög einkennandi fyrir sveitina.

Pink Flag:
Platan kom út í Desember 1977 og hefur síðan þá komist á ótal “best of” lista, á henni er 22 lög og er meðallengd lagana ein og hálf mínúta. Fá lagana fyldu hinnu hefðbunda verse/chorus uppbygginu, ef eitt ef tvö riff virkuðu í laginu var ekkert verið að bæta fleirum í það, sama gilti með texta engin þörf á að vera endurtaka viðlögin. Hægt væri að orða þetta svona, flest punk bönd tóku rokkið og losuðu það við alla “aukahlutina” en Wire gékk skrefinu lengra á Pink Flag losuðu punkið við alla “aukahlutina”. Á þeim stuttu tíma sem sveitin hafði starfað voru þeir þegar farnir að henda út lögum sem upprunalega áttu að vera á plötuni enda voru þeir komnir með allt of mikið af lögum. Settust þeir því niður með Mike Thorn og fóru í það að reyna raða inná plötuna. Þetta var ekki hin hefðbundna plata og því dugði ekki bara að taka “verstu” lögin af og raða þeim bestu í röð, lögin þurftu að vera í samhengi. “Apocalyptic” titillagið Pink Flag "how many dead or alive?“ (ein línan úr laginu) endaði fyrstu hlið plöturnar og hið kaldhæðna The Commercial ætti að hefja seinni hliðina, hið ógnandi lag ”Reuters“ hóf plötuna, en það fjallar um fréttaritara sem er að segja frá slæmum tíðindum útaf t.d. stríði ”Our own correspondent is sorry to tell, Of an uneasy time that all is not well" Eitt af lögum plöturnar Strange var fyrirheit um það sem þeir væru hugsanlega að fara gera á næstu plötu, flautu kennari Mike´s spilaði meira segja í laginu og síðar átti hljómsveitin REM eftir að cover-a lagið. Wire var full af hugmyndum, fyrir hljómsveit sem vildi halda öllu sem einföldustu spannaði tónlistarsvið plöturnar heilmargt, allt frá power poppi yfir í proto-hardcore rants, platan hljómaði kunnulega en var samt ólík öllu öðru sem þú hafðir heyrt.

Chairs Missing:
Plata #2 hjá þeim Wire mönnum kom út í ágúst 1978 og því ekki liðið ár frá því að frumraun þeirra hafði komið út. Er hún kom út var sumt fólk farið að kalla Wire “the Pink Floyd of the New Wave”. Þetta hefði auðvita átt að vera mikið hrós en á þessum tíma var Pink Floyd orðin hálfgerð risaeðla í rokkinu, ekki eitthvað sem Wire vildi láta líkja sig við. Þrátt fyrir þetta höfðu böndin ýmislegt sameiginlegt, plötur beggja sveita stóðu tímans tönn, voru gerðar með tilraunamennsku í fyrirrúmi og áttu eftir að vera “enduruppgötvaðar” af fólki sem var ekki einu sinni fædd þegar þær komu út, olli þetta hrós samt óróa hjá Wire. Chairs Missing innihélt ekki hinn hráa hreinleika Pink Flag, sveitin var að reyna nýja hluti og þökk sé þess að stuttu áður höfðu ýmsar ódyrar tækni græjur komið á markaðin (efect pedal-ar og svoleis) og sveitin gat því farið að leika sér með glæný hljóð. Þeir fengu Mike Thorn til að spila á hljómborð og vildu að hann myndi líka spila á synthesizers, honum leist ekkert vel á það fyrst en þá sögðust þeir bara ætla fá “þennan” Brian Eno gaur til að gera það, Brian samþykkti að spila eftir það. Textarnir fóru einnig upp um eitt stig á þessari plötu, þó það hafi stundum verið erfiðara að heyra hvað Colin væri að syngja.
Sveitin hafði þó tekið plötuna upp áður en þetta gerðist allt, flest lögin hljómuðu mun svipaðari fyrri plötu þeirra, en Wire var komið með leið á því hljóði og Colin tilkynnti að þeir ætluðu að taka plötuna aftur upp. “Sand In My Joints” var eina lagið sem var tiltölulega óbreytt og eitt laganna “Used To” varð meira í líkingu við það sem hljómsveitin myndi taka uppá næstu plötu. Eftir að sveitin hafði lokið við gerð plöturnar áttu þeir bókað gigg í London, báðu þeir Mike að spila á hljómborð með þeim á tónleikunum, var hann mjög ánægður með það enda ekki oft sem studio kallar eins og hann fá að spila Live. Á æfinguni fyrir tónleikana byrjaði þetta allt vel en fékk Mike síðan hálfgert sjokk þegar Colin fór að spila lög sem hann hafði aldrei heyrt og gætu þess vegna hafa verið eftir Yes eða Genesis eftir hans bestu vitund, sveitin var víst farin að spila lög sem áttu eftir að vera á næstu plötu þeirra áður en þeir túruðu þá sem lá við að væri óútkomin.

154:
Platan ber nafn sitt eftir hversu mörgum tónleikum Wire hafði spilað á upp að upptöku hennar. Platan var gefin út í lok árs 1979. Áður en platan kom út benti flest til þess að nú myndi sveitin meika það (sölulega séð) en raunin átti þó eftir að vera allt önnur. Spenna innan sveitarinnar hafði aukist til muna á mjög skömmum tíma, í stað þess að deila laga credit-unum eins og áður, þrátt fyrir að það hafi ekki allir gert jafn mikið í því að semja lögin, vildi núna sá sem samdi lagið einungis hafa sitt nafn undir því. Platan varð samt ekki verri við þetta, smá spenna hleypir bara eldmóði í fólk. Graham Lewis fór einnig að syngja á þessari plötu og bætti það meiri dýpt í bandið.
Platan var sú melódíska sem sveitin hafði sent frá sér en jafn framt sú tilraunamesta, sveitin var komin yfir í “post punk-ið”. Farin var hin týpíska punk producer-ing á söngnum og útsetningarnar hentuðu söngnum mun betur núna. Söngur Colin´s í “Indirect Enquiries” var einn strekasti flutningur hans hingað til, er hann syngur línuna “lying prone” í upphafi þriðja vers hljómar það eins og það komi frá annari plánetu, efluast hjálpaði það þó að textinn var ekkert sérlega jolly. Sum fallegustu augnablik Wire var þó að finna á plötuni, í laginu “Map Ref 41N 93W” syngur Colin mörgum sinnum yfir eigin rödd og útkoman hljómar eins og eitthvað hyper pop lag. Hilly Kristal eigandi CBGB´s klúbbsins í New York syngur meira segja á plötuni með mjög djúpri bassa rödd og loks í lengsta lagi plöturnar “A Touching Display” spilar Tim Souster á rafmagns víólinu.

Eftir að platan var gefin út hélt hljómsveitin áfram í tilraunamennsku sinni og spilaði á nokkrum eftirminnilegum tónleikum og gáfu út smáskífu með hálfan hug. Ákváðu þeir þá að leysa upp bandið og snúa sér að solo ferlum, munurin á solo tónlist þeirra var svo svakalegur að furðulegt var hvernig þeir fóru að því að gefa út plötur saman undir Wire nafninu, en það virðist hafa verið styrkur bandsins að hafa svona ólíka einstaklinga innanborðs. Bandið kom þó nokkrum sinnum á níunda og tíunda áratugnum og hljómaði avalt eins og eitthvað nýtt band, náði þó aldrei sömu hæðum og á þessu frjósama tímabili 1977-1979. Árið 2002 gaf hljómsveitin þó út tvær nýjar plötur Read & Burn 01 EP og Read & Burn 02 EP og fengu þær vægast sagt góða dóma í indie pressuni, síðan spiluðu m.a. á Hróaskeldu núna í ár, missti af þeim sjálfur eins og svo mörgu öðru sem ég ætlaði að sjá en ef einhver er búin að lesa þetta allt og sá þá, má sá eða sú endilega segja hvernig það hafi verið… læt þetta vera lokaorðin.
ALL GLORY TO THE HYPNOTOAD!