Hljómsveitin Deftones var stofnuð árið 1988 af þeim Chino moreno(söngur), Stephen Carpenter(gítar) og Abe cunningham(trommur). Seinna bættist svo við hann Frank delgado. Þeir byrjuðu á að kaupa sér alveg fullt af græjum en þeir notuðu peninginn sem Stephen Carpenter fékk í bætur eftir bílslys.
Eftir nokkrar skiptingar á bassaleikara fengu þeir Chi cheng til liðs við sig. Þeir voru duglegir að spila og gerðu demó en það var ekki fyrr en árið 1995 sem þeim byrjaði að ganga mjög vel.
Þeir gáfu út plötuna Adrenaline þá og seldist hún í yfir 200.000 eintokum og innihélt mörg snilldar lög eins og 7 words. Þeir byrjuðu að túra mikið og spiluðu með Korn og Ozzy osbourne t.d.
Tveimur árum seinna gáfu þeir út plötuna Around the fur. Sem seldist gríðarlega. Hún kom Deftones almennilega á kortið og fékk feikna góða dóma. Hún innihélt lög eins og “My own summer” og “Be quiet and drive”.
Árið 2000 kom út þeirra besta plata, og ein af bestu rokkplötum allra tíma, White pony. Það er mín uppáhalds plata og er endalaust hægt að hlusta á hana. Ég ætla að renna aðeins yfir hana hérna.
1. Feiticeira: Magnað lag.Lagið er um mannrán myndi ég segja en sumir segja að það eigi bara að vera myndlíking á einhverju sambandi hans. Eins og alltaf eru gítarriffin mögnuð og söngurinn framúrskarandi. Flottur auka söngur í laginu þar sem “soon I´ll let you go” er endurtekið. Gerir lagið beta að mínu mati. En textinn í laginu er einn af þeim betri á plötunni. 9/10

2. Digital bath: Ein af smáskífunum af plötunni og frábært lag. Frekar “rólegt” miðan við hin lögin á plötunni en þeir sýna bara hvað þeir eru öflugir laga höfundar.8/10

3. Elite: Eitt af mínum uppáhalds lögum á plötunni. Hérna öskrar Chino mest sönginn eins og var meira af á eldri plötunum. Geðveikt öflugt lag og flottur söngurinn. Gítarinn, bassinn, trommurnar og allt klikka ekki frekar en fyrri daginn hérna. 10/10

4. Rx queen: Byrjar á mjög flottum trommutakti. Gott lag en stendur ekki uppúr á plötunni. 7/10

5. Street carp: Frábært lag. Riffin flott eins og alltaf.7/10

6. Teenager: Öðruvísi en hin lögin. Rólegt og engin gítarriff. Í staðinn er notast við einfaldan gítar og synthere held ég bara. Flott lag og það allra rólegasta á plötunni. 8/10

7. Knife party: Annar singull af plötunni og vinsælt lag. Mjög flott og eitt af allra flottustu Deftones lögum frá byrjun. Ég elska riffin hjá þeim, Byrja oft létt og svo er þunginn settur í botn og krafturinn mikill. Flottur söngur og svo bætist við einstaklega flottur og fallegur söngur frá konu sem syngur yfir söng chino og gerir lagið ennþá betra og einstakara. 10/10

8. Korea: VÁ. Inniheldur eitt af allra flottustu gítarrifum sem ég hef heyrt. Það kemur seint í laginu og toppar lagið algjörlega. Í hvert skipti sem ég hlusta á það fæ ég gæsahúð. Allt lagið er einnig frábært og er mitt uppáhalds lag á plötunni.

9. Passanger: Góðvinur sveitarinnar, Guðinn sjálfur Maynard James Keenan(tool,A perfect circle) syngur hér besta “dúett” allra tíma með honum Chino. Tveir af allra bestu rokk söngvurum nútímans að sameinast í einu lagi. Hvað getur klikkað? Ekkert, eins og lagið sýnir. Hrikalega öflugt viðlag þar sem Keenan syngur af sinni einstöku snilld. Sumir segja þetta framhald lagsins uit and drive“ af around the fur. 10/10

10. Change(in the house of flies): Annar singull og flott lag. Með þeirra bestu lögum og var lengi í uppáhaldi hjá mér. Ég held bara að þetta hafi verið stærsta smáskífan af plötunni enda magnað lag með öllu. 10/10

11. Pink maggit: Eitt skrýtnasta lagið á plötunni(á góðan hátt).Byrjar rólega á rólegum söng og hljóðfærum og helst þannig í nokkrar mínútur. Svo er allt gefið í botn með þeirra snilldar riffum og trommum. 10/10
Það eru til nokkrar útgáfur af plötunni en þetta er sú útgáfa sem ég á. Á hinum eru nokkur aukalög.

Árið 2003 kom svo út sjálftitluð plata. Margir gagnrýnendur sögðu hana langt skref afturábak en Ég er ekki sammála því. Hún nær kannski ekki standarnum sem þeir settu með White pony en hún er engu að síður mjög góð. Hún inniheldur Mörg frábær lög eins og ”Minerva, “needles and pins”, Hexagram“ og ”when girls telephone boys".
Deftones eru með bestu sveitum starfandi í dag.
Sveitin er ennþá á fullu og býð ég spenntur eftir næstu plötu.