Mig langar að spyrja tónlistarfíklana hérna hvort þeir seú sömu skoðunar og ég að gæði hafi minnkað all verulega í músíktilraununum? Ég sá aðeins tvær hljómsveitir á úrslitunum sem höfðu eitthvað til brunns að bera að mínu mati, voru það hljómsveitin Anonymous og sigursveitin Andlát. Hinar sveitirnar voru flestar komnar útí þetta “wannabe” hardcore og voru að reyna að fylgja Mínus eftir. Það væri gaman að fá smá álit á þessu.