Já Sindri minn, ég gæti ekki verið meira sammála þér, þeas um þau lög sem ég hef heyrt (rúmlega helmingurinn). Þú ert greinilega búinn að fylgjast vel með útgáfunni, líklega á maillista FMA…
OK Computer er og verður alltaf mesta snilldin, þrátt fyrir að mér fynnist meira gaman af þessu nýja í augnablikinu. Ég myndi líka setja Bends í næst síðasta sætið, þrátt fyrir það að hún sé án efa skemmtilegasta platan… bara ekki sú besta (ekki sami hluturinn!).
Nú er víst búið að sýna [amk annað] myndbandið af Pyramid song á MTV, sem þíðir væntanlega að [hin leiðinlega sjónvarpsstöð] Popp Tíví sýni það ekki fyrr en einhvern tíman þegar platan er komin út, ef hún sýnir það á annað borð. Menn býða allavega spenntir, búinn að kíkja á 30 sek. brotið á muchmusic.com, og svo er það bara singullinn og 2 ný lög 21. maí!
Alltaf gaman að spjalla um RH, halda þessu áfram.
Kveðja, Guðni