Hljómsveitin Skunk Anansie hefur lagt upp laupana. Meðlimir hljómsveitarinnar ætla að einbeita sér að sólóferli, bæði í tónlist, kvikmyndum og ljósmyndun. Í tilkynningunni sem hljómsveitin gaf frá sér segir meðal annars að á sjö ára samstarfi hafi meðlimir hljómsveitarinnar komist með hana eins langt og hægt er og að þetta sé einróma vilji meðlimanna. Þau skilji öll í mesta bróðerni.

Skunk Anansie hefur á ferlinum selt um fjórar milljónir platna um allan heim en breiðskífur þeirra urðu þrjár talsins, Paranoid and Sunburnt árið 1994, Stoosh árið 1996 og Post Orgasm Chill árið 1999.

Söngkonan Skin og gítarleikarinn Ace ætla að einbeita sér að sólóferli á tónlistarsviðinu, bassaleikarinn Cass ætlar að reyna fyrir sér í ljósmyndun og trommarinn Mark ætlar að sinna áhugamálið sínu sem er stuttmyndagerð.