Radíóhaus - Minnisleysingi Jahá, ég er að spá í að fara yfir lögin á nýja radiohead diskinum, Amnesiac fyrst að ég hef ekkert að gera.

01. packt like sardines in a crushd tin box 4:00
Fyrsta lagið á diskinum byrjar á kettle trommu og happy dance backbeat takti, í þessu lagi heyrist ekki einusinni í gítar og er rödd thoms frekar distortuð, frábært lag að mínu mati.

02. pyramid song 4:51
Pyramid song sem hefur líka verið kallað ‘egyptian song’, snilldar lag þar sem notast er við píanó, trommur og fiðlur, og flott einhverskonar vinda sampl. Snilldar texti með þessu lagi og er þetta eitt af mínum uppáhölds lögum á þessum disk.

03. pulk/pull revolving doors 4:06
Heeheeehh, já þetta lag, ekki margir diehard bends/okc aðdáendur sem eiga eftir að fíla það, en mér finnst það fínt, Thom talar með tölvurödd, svona eiginlega sami takturinn allt í gegn, og flott sömpl á milli. flott flott.

04. you and whose army? 3:09
Vúúahh þetta lag er snilld, byrjar rólega með Thom syngjadi “come on * come on * you think you'll drive me crazy * come on * come on * you and whose army?” osfv. með smá gítarspili undir og ‘úúvúúv’ sampli undir. Í lokin pikkar lagið upp og koma inn trommur og píanó. Frábært.

05. i might be wrong 4:52
Byrjar hálfskringilega, fer svo útí gítar.. svona hálf kántrí músíks stæl, sem er út næstum allt lagið, mjög flott, svo á 3:48
min. er eins og lagið hætti, og kemur inn gítar og einhver sömpl þar sem Thom vælir smá, alveg brilliant.

06. knives out 4:16
Þetta lag kemst næst því að vera í bends stílnum, sumum finnst þetta vera mjög líkt paranoid android sem var á okc, snilldar lag sem að ég held að verði í uppáhaldi hjá mörgum.

07. amnesiac/morning bell 3:14
Endurgerð á Morning bell sem var á Kid A, Thom byrjar að syngja strax og lagið byrjar, og er eins og hann sé með hausinn inní hátölurnum mínum, röddinn frekar há, gott lag, samt ekki jafn gott og gamla morning bell að mínu mati.

08. dollars & cents 4:46
Eftir að hafa heyrt þetta lag live bjóst ég ekki við að það yrði eitthvað til að hrópa húrra yfir, en boij ó boij hvað mér skjátlaðist,flottur bassi og tromma, snilldar texti, eitt af mínum uppáhaldslögum.

09. hunting bears 1:59
Stutt gítarlag.. með einhverskonar sjávarhljóðum bakvið, engin söngur í þessu lagi, flott lag og passar vel inní.

10. like spinning plates 3:57
Jááv þetta lag er snilld, þetta er taktur spilaður afturábak,
og ég held að Thom hafi sungið lagið afturábak og snúið því svo við og sett yfir taktinn, mjög flott lag.

11. life in a glass house 4:34
Besta lagið á diskinum að mínu mati, hérna fá þeir hjálp frá jazz trompetleikaranum Humphrey Lyttleton, sniillddar lag með skemmtilegum dixie fílíng í þessu, flottur texti og góður endir á frábærum disk.

Eftirstærðfræði, tííjáá mér finnst þetta vera frábær heilsteyptur diskur, og ef að ég yrði píndur til að setja radiohead diskana í röð eftir uppáhaldi þá yrði það einhvernvegin svona:
OK Computer
Amnesiac
Kid A
The Bends
Pablo Honey

Kveðja,
Sindri.

PS. hættiðu nú þessu röfli um “góða” og “lélega” tónlist, ekki til góð og léleg tónlist, bara mismunandi smekkir :)

PPS. Þeir sem hafa hlustað á hann endilega svara með athugasemdum og endilega leiðréttið mig ef að ég hef sagt einhverja vitleysu.