Alice in chains er enn ein rokkhljómsveitin frá Seattle í bandaríkjunum og að mínu mati ein sú besta. þetta er ekki grunge band heldur þyngra og eiginlega þunglyndis tónlist, eða eins og segir í gagnrýni um þá:

“BY COMBINING the gloom of grunge with the crunch of metal, Alice in Chains sprang from the much-publicized Seattle rock movement of the late ‘80s and early ’90s to become one of alternative rock's most successful groups. Propelled by the bleak, drug-and-death-addled vision of singer Layne Staley, and the plodding, subtly shifting metal chords of guitarist Jerry Cantrell, Alice in Chains quickly rose to prominence with aggressive marketing and a doom-struck sound that matched the uncompromising power of Metallica with the hipper sound of modern rock.”


hljómsveitin var stofnuð árið 1987 af söngvaranum Layne Staley sem er ma. heróín fíkill og hefur átt í miklum vandræðum útaf eiturlyfjum og þunglyndi og söng einmitt mikið um það.

Staley var í gagnfræði skóla þegar hann stofnaði bandið en það var ekki fyrr en hann hitti gítarleikarann Cantrell að hljómsveitin byrjaði fyrir alvöru. þeir komust á samning hjá plöturisanum Columbia árið 1989.


ALice in chains voru:

Layne Staley - Söngur
Jerry Cantrell - gítar
Mike Inez - bassi (áður var Mike Starr, en hann hætti)
Sean Kinney - trommur


plötur:


1990 - Facelift
1992 - SAP
1992 - Dirt
1994 - Jar of flies
1995 - Alice in chains
1996 - Unplugged MTV
1999 - Nothing Safe: Best of the Box
1999 - Music Bank
2000 - Live


AIC túraði mikið með frægum hljómsveitum og á síðustu árum hafa þeir hitað upp fyrir ma. kiss. þeir hafa líkað túrað með Eddie Van Helen og árið 1991 fóru þeir á tónleikaferðalag með slayer og anthrax og megadeth.
einu sinni þurfti söngvarinn, Layne þurfti að klára túr með Ozzy ozzburn í hjólastól og í hækjum eftir að hafa lennt í mótorhjólaslysi. síðan spiluðu þeir árið 1993 á “lollapoza 93” tónleikaferðalagi með hljómsveitunum Fishbone, Primus, Tool, Rage Against the Machine, Dinosaur Jr. og Arrested Development.

AIC hefur var tilnefnd til grammy verðlauna árið 1991 sem besta þungarokks band en því miður tapaði h´n.



Smáskífur eru nokkuð margar og ég man þær ekki allar en þær helstu eru: Would, Man in the box, No excuses, I stay away og Them bones. mín uppáhaldslög með þeim eru: Them bones, Rooster og No excuses.


síðan hefur Staley með nágrönnum sínum og vinum í seattle þeim Barrett Martin úr Screaming Trees, Mike McCready úr Pearl Jam, og John Baker Saunders verið að' leika sér í hljómsveit sem heitir Mad Season og gefið út eina plötu Above sem varð lítið vinsæl.


þetta yfirlit er gert mest eftir minninu en hér á mest allt að vera ´rett. leiðréttið mig ef eitthvað er vitlaust og kíkið á <A HREF="http://www.aliceinchains.net">official heimasíða þeirra</A