Jæja þá fer bráðum að koma sumar og þá fara eflaust margir að hugsa um útihátíðirnar. Þar er örugglega Roskilde efst á lista hjá flestum. Ég er enn að íhuga hvort maður eigi að skella sér. Ég var bara að spá í hvaða hljómsveitir hafa staðfest nærveru sína þar á bæ. Ég er búinn að heyra að Guns N Roses spili þar( eru það allir meðlimir GNR eða bara Axl Rose og nokkrir óþekktir) það er varla spes ef Slash er ekki. Meira hef ég ekki heyrt endilega segið frá ef þið vitið um fleiri hljómsveitir. Haldið þið að ósköpin í fyrra muni hafa mikil áhrif á hátíðina núna í ár?
Var einhver ykkar þarna í fyrra þegar shittið hittaði fanið?