mér datt í hug að brjóta ísinn með fyrstu greinina, og gefa ykkur smávegis upplýsingar um mitt uppáhaldsband… ath. þetta er ekki tekið af neinni heimasíðu, allt beint úr kollinum mínum… :) Kurt Donaldi Cobain fæddist í Aberdeen(population u.þ.b.16.000manns) u.þ.b. 1klst. akstur frá seattle bandaríkjunum. Kurt kallinn var ofvirkur þegar hann var lítil, og þótti alltaf mikill listamaður í sér þegar hann var lítill, og hann elskaði að mála. Kurt hataði “the jock type of people” og hann þoldi heldur ekki svona dofna sveita rednecka, eins og 99,9% af aberdeen búum eru. Kurt kynntist Krist Novoselic(bassaleikari nirvana) uppúr 15ára aldri, og þá stofnuðu þeir saman hljómsveit. Nirvana átti alltaf í miklum vanda með að finna trommara og fóru á milli trommara á fullu. þeir hétu líka mismunandi nöfnum og ýmislegt. árið 1988 tóku þeir upp demo kassettu, og voru hæst ánægðir, og bjuggust alls ekki við að frami þeirra yrði stærri en þetta. síðan árið 1989 eftir mikið bras komust þeir á samning við smáútgáfu fyrirtækið sub pop. þaðan gáfu þeir út sinn fyrsta disk, Bleach.síðan byrjuðu þeir að túra, á svona liltum klúbbum. Þá voru þeir með trommarann chad channing, en þeir voru ekki nógu ánægðir með hann og spörkuðu honum úr bandinu… Og síðan í apríl 1991 fengu þeir samning frá stórútgáfyrirtækinu David Geffen Company. síðan fengu þeir trommarann Dave Grohl úr bandinu scream. þá byrjuðu þeir að taka upp þeirra stærstu plötu Nevermind. hún var gefin út í september 1991. þá fóru þeir að túra um evrópu, en á meðan þá gjörsamlega sprakk allt í BNA. hún byrjaði gjörsamlega að seljast á fullu. MTV gjörsamlega nauðgaði smells like teen spirit myndbandinu, og allt í einu voru þeir orðnir líklegast vinsælasta hljómsveit í heiminum. nevermind seldist yfir 9milljónum eintaka… og þeir héldu síðan bara áfram að túra og 1992 gáfu þeir út disk með b-sides, eða svona óútgefnum lögum. síðan árið 1992 giftist kurt courtney love, sem er í bandinu hole.Síðan, 1993 byrjuðu þeir að taka upp sína næststærstu plötu, In utero. Hún seldist líka rosalega vel. en síðan byrjuðu að sjást svona “cracks…” kurt cobain, sem var búinn að nota heróín nú frá 1991 overdosaði á eikkerju hóteli… síðan uðru þeir að cancela eikkerjum túrum af því að kurt var að verða þunglyndur. síðan í lok 1993 þá voru teknir upp unplugged tónleikarnir. þeir voru síðan gefnir útá geisladisk aðeins síðar. síðan í byrjun 1994 þá overdosaði kurt aftur á hóteli í róm, og var þá búinn að reyna að drepa sig, en tókst ekki til… síðan þann 5 apríl 1994(mesti sorgardagur sögunnar…) þá var hann myrtur…sumir segja suicide, en ég er 100 á því að hann var myrtur…líkið fannst þann 8.apríl. þeir sem halda það að kurt hafi framið sjálfsmorð, ættu að skoða heimasíðu tom grant, sem sýnir í stuttu og góðu máli, að kurt var augljóslega myrtur. síðan 1996 gaf krist út tónleikadisk. síðan núna á árinu kemur út box set með allskonar óútgefnu efni… en ég var að spá, heldur þú að hann hafi verið myrtur?? og ef þú heldur að hann var ekki myrtur, af hverju þá?? ertu þá búinn að kynna þér málið nógu vel???

Kurt Cobain
ps. ég skrifaði þessa grein í svolítilli flýti, og það gæti verið að ég fari með rangt mál eikker staðar…
pps. takk vefstjóri fyrir að setja áhugamálið upp…
Nirvana owna!