Hæhæ kæru Hugarar,ég ætla að koma hérna með smáumfjöllun um tónlistina úr rokksöngleiknum Hárinu.

Ég er búin að fara á þessa sýningu tvisvar sinnum í sumar,og fannst hún alveg frábær í bæði skiptin! Tónlistin er bara frábær og sá ég marga unga og efnilega söngvara sem ég hef ekki séð áður. Sverrir Bergmann,söngvari Daysleeper,er með ótrúlega rödd! Hún er svo kraftmikil og…bara í einu orði flott!!! Hann söng upphafslagið,Að Eilífu. Þetta lag kom manni bara algjörlega í rétta stemmingu! Hilmir Snær,Regína Ósk,Björn Thors og Selma Björns, voru líka tær snilld. Mín uppáhaldslög úr sýningunni eru Litaður,með Hilmi Snæ Guðnasyni og Lifi ljósið,með öllum söngvurunum í leikritinu.

Það fyrsta sem ég gerði eftir leikritið var að kaupa mér diskinn. Ég er búin að ofnota hann gjörsamlega! ;) kann öll lögin utanað og sonna! :p

Mér hefur verið sagt,að á þessari sýningu fyrir 10 árum hafi þessi sömu lög verið miklu kraftminni. Að þau hafi verið “rokkuð upp” í nýju uppsetningunni. Þá er ég allavega mjög ánægð með þessa breytingu,því að ég get ekki ýmindað mér að þessi lög hafi verið skemmtileg öðruvísi! En svona er ég nú bara!

Ég mæli með þessari sýningu,og geisladisknum! Ef einhver hér hefur séð hana,þá má hann alveg endilega segja sitt álit á henni! :o)

kv.Laticia