Ætli maður hafi ekki skellt sér á Skelduna þetta árið og uss uss uss hvað það var rosalegt. Músíkin góð, breiddin í tónlistinni víð og úrvalið safaríkt.
Við komum á þriðjudeginum en höfðum tjaldað daginn áður, það hafði eitthvað rignt á svæðinu þegar við komum en ekkert rosalega neitt.
Ég hélt að ég myndi aldrei komast út úr tjaldinu á fimmtudeginum en þá skellti á þrumur og eldingar með svo rosalegum látum að maður þurfti að öskra á tjaldfélaga sína til þess að þeir heyrðu í manni.
Svo sá maður Korn sem var rosalegt, stóðu fyllilega fyrir sínu og var Davis að brillera algjörlega, sé eftir að hafa ekki séð Blonde Redhead en þeir voru víst djúsí.
Föstudagurinn var Meshuggah sem startaði en þeir komu skemmtilega á óvart og var metallinn í miklu formi á Orange þá, næst á eftir komu Substitute bandið Slipknot en það var ekkert smá hvað þeir voru líflegir, slammandi, öskrandi, hoppandi og snarklikkaðir allan tímann, sérstaklega var brjálað að sjá þegar Cory lét alla setjast og hoppa síðan upp í “Spit it Out”.
En Pixies voru smá vonbrigði þrátt fyrir ágætis uppákomur hér og þar. The Hives fannst mér standa ofar Pixies þetta kvöldið en þeir fengu áhorfendur alveg með sér og voru nett þéttir enda mikið af Svíum meðal tónleikagesta. Síðan sá maður allan fjandann seinni dagana, s.s. Shins, Beenie Man, Morrisey, Swan Lee, Kira and the Kindred Spirits, The Stooges, Basement Jaxx og fleira..

En hvernig fannst fólki hátíðin í ár ?? Sjálfur missti ég af Sunnudeginum en ég ákvað að fljúga heim til Íslands að sjá Metallica sem ég sé ekki eftir…

Hróarskeldu farar og vinir….. tjáið ykkur vinsamlegast um kosti og galla þessarar hátíðar !