Það gerðist í gær að til mín kom maður einn á förnum vegi sem ég kannaðist ekkert við. Hann þekkti mig samt og spurði mig af mikilli alvöru hvenær ég ætlaði nú að fara að fá Pain of Salvation til landsins aftur. Þetta væri svo mikil snilldar sveit að ég bara yrði að fá þá hingað aftur. Það lá við að hann færi niður á hnén og grátbæði mig um þetta (ok, kannski ekki, but you get the picture).

Þetta gerist fyrir mig ansi oft… fólk er oft að spyrja mig út á götu einmitt að þessu og ég get oftast engu svarað… er alveg tómur… málið er að ég er búinn að margsinnis reyna að fá þá til landsins, en bandið virðist bara einfaldlega spila á miklu færri tónleikum en margir vildu sjá þá á, sem e.t.v. á þá skýringu að bassaleikarinn býr í Hollandi núna, en restin í Svíþjóð.

Fyrir þá sem ekki vita hvaða sveit þetta er, þá hefur þessi sveit gefið út 5 plötur núþegar (þaraf 1 live) og hefur m.a. spilað með kóngunum í Dream Theater. Sveitin setti einnig upp heilt tónverk á svið í heimabæ sínum í Eskilstuna, þar sem sveitin lék nýjasta tónverkið sitt, “BE” ásamt The Orchestra of Eternity, 10-20 manna sænskri strengjasveit (man ekki alveg stærðina).

Sveitin mun bráðlega gefa út þetta “BE” tónverk sitt á plötu og get ég með sanni sagt að ég hef ekki hlakkað eins mikið til annarrar plötu í langan tíma. Orðrómurinn segir svo að það muni einnig koma út live-DVD af BE sýningunni. Unplögged platan sem kom svo út fyrr á árinu er algjör fucking gargandi snilld og sýndi að þessi sveit er bara ekki hægt.

Tóndæmi (heilt lag):
Brickwork, part 1 - http://www.insideoutmusic.com/mp3/full/Pain_of_Salvatio n-Brickwork_part_1.zip (zip sem inniheldur mp3 skrá)

Önnur skýring á því hvers vegna þeir hafa ekki komið hingað fyrr, er kannski sú að þeir renna svolítið blint í sjóinn með Ísland… Þeir eru nokkrir í bandinu í þeirri stöðu að þeir geta illa leyft sér það frelsi sem pönksveitir margar geta, þar sem þeir eiga fjölskyldur sem þeir þurfa væntanlega að sjá fyrir. Þeir vita ekki að hvort þeir eigi einhverja aðdáendur hérna, þar sem það hugtak er svo óáþreifanlegt. Þeir eiga fullt af aðdáendum hérna. Málið er bara að þeir þurfa að láta heyra í sér!

Hvernig væri að við hjálpuðumst nú að og einfaldlega sendum þessum köppum email og hvöttum þá til að koma og spila!! Ef að nógu margir gera þetta, þá verða þeir eflaust heitari fyrir vikið og líkurnar á því að þeir komi aukast!

Þeir eru allir með email addressurnar sínar á heimasíðunni sinni, http://www.painofsalvation.com en ég legg til að þið notið eftirfarandi email addressur:

daniel@painofsalvation.com - Daniel gítarleikari/aðalsöngvari
kristoffer@painofsalvation.c om - Kristoffer bassaleikari
management@painofsalvation.com

Let's make this happen people!!!
Resting Mind concerts